fös. 30.1.2009
Össur búin að fella ríkisstjórnina-fyrirfram
Það verða ekki gefnar fleiri yfirlýsingar fyrr en ríkisstjórnin verður kynnt sagði Steingrímur.
Hótfyndni Össurar um að ef einhver komi út af fundinum þá sé búið að reka hann úr ríkisstjórninni kemur kannski í beinu framhaldi af yfirlýsingu hans fyrr í vetur þar sem hann kom af ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum.
Þá sagði hann "lifi byltingin".
Mér fannst það gott hjá honum og gaf tóninn fyrir áframhaldandi mótmæli gegn þeirri ríkisstjórn sem Össur sat þá í.
Orð Össurar nú má kannski túlka sem svo að málin séu eldfim og viðkvæm.
Menn taka sig nefnilega mis alvarlega.
Það er greinilegt að ýmsar yfirlýsingar Össurar og co hafa farið fyrir brjóstið á Steingrími og co.
Ég furða mig á einu og það er það að formaður flokks (Steingrímur) taki það í mál að aðili úr örum flokki sem ekki er formaður hans fái forsæti í ríkisstjórninni?
Samfylkingin er í molum og VG heldur lífinu sem Sjálfstæðismenn blésu í "Frankenstein" með því að leggja óflekkað nafn sitt og mannorð að veði á þann hátt sem þeir nú gera.
Skýtur það ekki skökku við?
Ríkisstjórnin kynnt í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er það regla að forsætisráðherra eigi að vera flokksformaður líka? Er það ekki slíkt fyrirkomulag sem þarf einmitt að breyta???
Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2009 kl. 13:57
Mepð nýju lýðveldi er það pottþétt eiuyyhvað sem á að breyta.
Kannski er Steingrímur svona "líberal" en okkar lýðræði hefur byggt á því að forsætistáðherra sé flokksformaður þess flokks sem leiðir stjórnina.
Vilborg Traustadóttir, 30.1.2009 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.