mán. 26.1.2009
"Dýr myndi (er) Davíð allur"
Þá er það farið veg allrar veraldar stjórnarsamstarfið.
Fyrst og fremst er um að kenna handvömm og eftirlitsleysi fyrir bankahrunið en ekki bætti úr skák þaulsetni þeirra sem uppvísir urðu að því að standa sig ekki í sínum hlutverkum.
Eftirlitsaðilar og stofnanir, ríkisstjórn og síðast en ekki síst vangeta þessara aðila til að taka á málum og sækja menn í viðskiptalífinu til ábyrgðar.
Ég tel eins og áður að þjóðstjórn yrði sá kostur sem flestir gætu sætt sig við fram að kosningum.
Því miður sýnist mér á Samfylkingunni að þar fari afar ósamstæður hópur sem tollir eingöngu saman á formanninum.
Samfylkingin var fullur þátttakandi í fráfarandi ríkisstjórn og á að axla sína ábyrgð sem slík.
Fari flokkar þá leið nú að einangra Sjálfstæðisflokkinn mun það að öllum líkindum einungis auka fylgi hans í kosningum eftir þrjá mánuði.
Allir flokkar eiga að sameinast um lausn á vandanum.
Annað er óverjandi.
Stjórnarsamstarfi lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.