sun. 25.1.2009
Lygin ein
Ég tel að framlag okkar til Eurovision í ár sé komið fram.
Lagið Lygin ein sker sig úr öllum hinum sem eru sum hver "nett" hallærisleg.
Lagið Lygin ein er það að vísu líka en sú nýbreytni að hafa rytmahljóðfærin svo yfirgnæfandi held ég að höfði til yngra fólksins og þar með þeirra sem eru duglegastir að kjósa.
Ég var hrifin af laginu Family í flutningi Seth Sharp en það komst ekki áfram.
Ég mat stöðuna svo að ef lagið Lygin ein kæmist áfram þá myndi það fara sem okkar framlag til Rússlands.
Ég taldi (með réttu) að kántrílagið hans Torfa Ólafssonar væri gulltryggt áfram en hefði gjarnan viljað sjá Family áfram líka svo lokakeppnin yrði meira spennandi.
Nú vitum við hvernig þetta fer.
Lygin ein verður framlag Íslands í Moskvu.
(Nema Jógvan verði þeim mun betri)!!!
Athugasemdir
Mætti ég frábiðja mér að flatlúsartextinn fari fyrir hönd okkar þjóðar til Rússlands, en það væri svosem eftir landanum, að vilja eitthvað ömurlegt lag í latex.
Lagið hans Torfa með flottum flytjendum komst áfram en veit ekki alveg hvort það færi langt í Euro....skiptir kannski ekki máli, förum yfirleitt ekki langt.
Ég vona að Jógvan verði með gott lag, það væri vel við hæfi að Færeyskur söngvari færi til Moskvu fyrir okkar hönd ! Og Hera fyrir Danmörku
Hulda Margrét Traustadóttir, 25.1.2009 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.