Samfylkingin tekur frumkvæði, Björgvin axlar ábyrgð, takk......

Björgvin G. Sigurðsson er fyrstur til að axla ábyrgð á bankahruninu.

Hann er maður að meiri fyrir vikið.

Fjármálaeftirlitið fór með honum en nú er boltinn hjá Sjálfstæðisflokki.

Munu þeir axla ábyrgð?

 

 


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

Björgvin axlar enga ábyrgð með þessu, hann er að undirbúa kosningar. Ingibjörg fórnar peði til að geta stillt upp riddara í næstu kosningum. Lestu á milli lína ..

Óskar Steinn Gestsson, 25.1.2009 kl. 12:11

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hvað sem öðru líður þá er hann að gefa tóninn. Fyrsti Íslenski ráðherrann sem segir ég gerði mistök og telur nauðsynlegt að það skapist friður um uppbyggingu.

Vilborg Traustadóttir, 25.1.2009 kl. 12:39

3 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Öll stjórnin þarf að fara frá og koma þarf á stjórn skipuðum erlendum sérfræðingum það eitt getur talist trúverðugt. Grátbroslegt að horfa uppá Samfylkinguna hvernig þau haga málum það er ömurleg sjón einu orði sagt

Gylfi Björgvinsson, 25.1.2009 kl. 15:55

4 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Af hverju núna ???? það eru liðnir 4. mánuðir síðan bankahrunið varð, Nei,,, Vilborg mín þetta kallast kostningar eitthvað,,,,, hef ekki nógu fínt orð yfir það ennþá, læt ykkur vita þegar ég verð búin að finna rétta orðið..........

Sigurveig Eysteins, 25.1.2009 kl. 17:24

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hann sagðist sjálfur hafa haft trú á að honum tækist að byggja upp traust en þegar hann áttaði sig á því að það var ekki að ganga sagði hann af sér svo það skapist meiri eining um uppbyggingarstarfið.

Við verðum að telja honum það til lofs sem hann á og svona ákvörðun er ekki auðveld.

Sjálfsagt spila kosningarnar inn í en þetta er þó í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem ráðherra tekur ábyrgð á hlutum og er ekki að reyna að sverja þá af sér um leið.

Sekur eða saklaus skiptir ekki máli, ábyrgðin er hans og fleeiri sem hann réttilega sagði.

Ég held því til haga sem vel er gert og líka því að axla ábyrgð þó seint sé.

Vilborg Traustadóttir, 25.1.2009 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband