Flauelsbyltinin heldur áfram - neyðarstjórn?

Það er alvara í þessum mótmælum hjá þjóðinni.

Stjórnin verður að segja af sér.   Ég sé ekki aðra leið.

Þjóðin vill breytingar.

Það að enginn hefur verið látinn sæta ábyrgð eða sætt ábyrgð af sjálfsdáðum hefur leitt til þessa ástands nú.

Hefði Seðlabankastjóri, forsvarsmenn fjármálaeftirlits og ráðherrar sem bankarnir heyra undir sagt af sér strax væri staðan allt önnur á Íslandi. 

Ég tel að nú verði að hafa skjót handtök við að setja á fót neyðarstjórn sem verður utanþingsstjórn fagfólks sem allir geta sætt sig við og treysta, þar til kosið hefur verið til Alþingis.

Sú utanþingsstjórn hefði það að aðalmarkmiði að bjarga því sem bjargað verður í efnahagsmálum þjóðarinnar og standa vörð um velferðarkerfið.

Ásamt því að boða til kosninga og sjá til þess að lýðveldið Ísland verði endurreist eða stofnað nýtt lýðveldi með nýja stjórnarskrá.

Þjóðstjórn í stuttan tíma er annar kostur en ég tel að sá dráttur sem orðið hefur á málum í meðförum núverandi þings og ríkisstjórnar dragi úr trúverðugleika slíkrar stjórnar auk þess sem allir eru í sárum og eiga að fá tækifæri til að byggja sig upp að nýju.  

Þá á ég við þingheim, ríkisstjórnina og þjóðina.

 

 

 


mbl.is Kröftug mótmæli við þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 þessi stjórn er bara eð hugsa um sjálfan sig, fréttamenn verða að fara að sýna að það eru aðrir en brjálaðir unglingar að kasta eggjum og að mótmæla, það verður að taka viðtal við fólk sem getur tjáð sig en ekki einhverja sem lyfta öxlum þegar þeir eru spurðir hvað þeir vilja, eða standa bara og öskra þegar verið er að taka við þá viðtal, hvað með allt fólkið sem stendur til hliðar og er að mótmæla á friðsaman hátt.

Sigurveig Eysteins, 21.1.2009 kl. 18:19

2 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Sæl frænka.

Nú verðum við samt að passa okkur á umræðum um stjórn sem allir eiga að treysta.  Ég sé ekki marga fulltrúa sem þjóðin gæti fylkt sér um.  Það eru margir sem ég treysti sjálfur, en ég er aftur á móti ansi hræddur um að þær ófriðaröldur sem nú rísa eigi erfitt með að sættast um utanþingsstjórn t.d.

Bara það eitt að forsetinn okkar er einn leikaranna í glæpareifara bankamannanna og er umdeildur persónuleiki veldur erfiðleikum.

Það á bara að stíga skrefið og boða til kosninga.  Stjórn landsins á að fara fram á Alþingi og við eigum að krefjast þess að hún fari þar fram.  Þingmenn allra flokka eiga koma að því að reyna að sameina þjóðina og láta þá sem ábyrgð bera sæta ábyrgð eins og þú bendir á.

Stóru sökudólgarnir ganga enn lausir og eru ekki niður á Alþingi.  Fínt væri bara að sameina þjóðina með því að draga þá fram á völlinn.

Svo finnst mér reyndar að ákveða eigi að stytta kjörtímabil næsta þings.  Það á að sitja til ársins 2011 svo að við getum dæmt eftir að rykið hefur sest.  Þar er ég sammála Geir.

Ég t.d. hef miklar áhyggjur af því að ábyrgð Framsóknarflokksins gleymist og að þeir nái góðri kosningu í vor en svo í haust komi hlutur þeirra í ljós!  Fjögur ár eru of langur tími í því ástandi sem nú er í gangi.

Og vandinn er líka sá að með stuttri kosningabaráttu með litlum fyrirvara er hætt við því að lítill möguleiki verði að finna út trúverðuga stjórnmálamenn til að stjórna landinu okkar.

En þessi 340 þúsund manna þjóð verður að fara að stíga úr vandanum og reyna að sameinast aftur.  Ég hræðist mjög það að í landinu er verið að byggja upp blokkir, t.d. með og á móti ESB, eða t.d. þeir sem skulda erlend lán gegn innlendum og það ástand verður að laga.

En við vitum bæði að það eru að verða breytingar...

Magnús Þór Jónsson, 21.1.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband