Breytingar í vændum

Þá tekur við stjórn VG og Samfylkingar í skjóli Framsóknar.

Kannski ekki alveg það sem þjóðin er að biðja um.  Eða?

Ég held þó að Steingrímur J. geti ekki leitt þessa þjóð í frekari þrengingar en nýfrjálshyggjan og Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert.

Það hefur gerst vegna þess að eftirlit klikkaði algerlega og menn sinntu ekki skyldum sínum í þeim efnum. Sátu svo sem fastast og báðust ekki einu sinni afsökunar.

Ég vona að þeir sem við stjórnartaumum taka hafi vit til að fá fagaðila inn í stjórnun á okkar efnahagsmálum og að heilbrigðisþjónusta verði ekki skert og góðu starfi verði ekki rústað í þeim.

Við verðum að mynda samfélag sem við öll getum lifað af í.

 

 


mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Kvíði og spenna.

Þannig er mín líðan allavega núna.  Held að allt geti batnað, en gæti líka versnað ennþá.

Magnús Þór Jónsson, 21.1.2009 kl. 23:06

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Áfram Ísland! Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.1.2009 kl. 23:12

3 Smámynd: corvus corax

Málið snýst um að gera eitthvað til að verja heimilin í landinu, afnema lífeyrisþjófnað ráðherra, þingmanna og embættismanna, koma höndum yfir stórþjófana úr bönkunum, leggja niður herinn sem Björn skaufhali Bjarnason var að koma sér upp, reka ríkislögreglustjórafíflið og lögreglustjórann í Reykjavík, hreinsa út úr Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum, hreinsa gömlu spillingarstjórana út úr ríkisbönkunum þremur, og sitthvað fleira sem nauðsynlegt er til að eyða meindýrum og hreinsa drulluna út úr ríkiskerfinu svo ný stjórn fái kofann að minnsta kosti hreinan þegar hún tekur við eftir kosningar í apríl.

corvus corax, 21.1.2009 kl. 23:18

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég held að það að menn öxluðu ekki ábyrgð sé aðalástæðan fyrir reiði folks.

Við eigum ekki að kvíða kosningum.

Við verðum að trúa á lýðræðið og að það virki.

Burt með flokksræðið sem mér sýnist reyndar ekki miðað við plott Samfylkingar og VG.

Þá hefst bara einn hringurinn enn á vitleysunni.

Þjóðstjórn eða utanþingsstjórn STRAX.

Vilborg Traustadóttir, 22.1.2009 kl. 00:18

5 Smámynd: Jens Guð

  Ippa,  ég tek undir með þér að VG geti ekki klúðrar málum meira en frjálshyggjuliðið í XD.  það er einfaldlega ekki fræðilegur möguleiki.  Klúður XD og XS er svo stórt og afgerandi.

  Sjálfur er ég í Frjálslynda flokknum.  Og þar er allt í klessu. Kristinn H.  Gunnarsson greiðir sjálfvirkt atkvæði öndvert við allt sem Jón Magnússon gerir. Alveg furðuleg staða. 

  Núna er ég að hallast að því að það eigi að taka upp persónubundna kosningu.  Að hægt verði að kjósa persónur í stað flokka. 

Jens Guð, 22.1.2009 kl. 02:08

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já Jens. Persónubundin kosning verður hvernig sem stillt verður upp. Ég mun alla vega kjósa þá persónu í mínu kjördæmi sem mér líst best á hvar í flokki sem sú persóna verður.

Vilborg Traustadóttir, 22.1.2009 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband