Enn mótmælt

Ég komst ekki í mótmælin að þessu sinni enda mikið að gera í þvottastússi og barnabörnin eru hér og verða til morguns.

Ég frétti af kappdúðuðu fólki á leið í bæinn.

Gott að veðrið spillir ekki fyrir fólki sem vill láta óánægju sína í ljós.

Nóg er nú samt að spilla fyrir okkur! 


mbl.is Fjöldi manns á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þú komst ekki til mótmæla vegna þvotta.. !    Ertu þræll ?

Óskar Þorkelsson, 17.1.2009 kl. 16:46

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Sumt fólk þarf að forgangsraða hlutum.  Það er ekki að vera þræll. Og sumir eiga auðveldara með gang en aðrir. Vonandi komst þú Óskar.

Hulda Margrét Traustadóttir, 17.1.2009 kl. 17:15

3 Smámynd: Magnús H Traustason

Ég mætti og fann fyrir gríðarlegum krafti og einhverju alveg nýju. Þjóðin mun sigra. Hinir seku verða dæmdir. Við munum byggja Ísland úr rústunum án þeirra sem gerðu landið okkar gjaldþrota. Spyrjum að leikslokum.

Magnús H Traustason, 17.1.2009 kl. 17:22

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég mætti og setti í þvottavélina þegar ég kom heim ;)

Óskar Þorkelsson, 17.1.2009 kl. 17:36

5 identicon

Þjóðin mun ekki sigra og hinir seku verða ekki dæmdir. Við getum komið þessari ríkisstjórn frá ef samtakamátturinn eykst sirka hundraðfalt. Við getum líka gert útrásarvíkingum og öðrum glæponum sem lög ná ekki yfir óbærilegt að búa hér ef samtakamátturinn eykst sirka hundraðfalt. Við getum það ekki á meðan fólk þorir ekki einu sinni í verkfall. Ef 20.000 manns leggja niður störf í 2-3 tíma á þriðjudaginn og mæta á mótmælaskemmtun við Alþingishúsið, þá skal ég trúa því að eitthvað verði reist á þessum rústum.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 19:08

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er hverjum í sjálfsvald sett hvernig er forgangsraðað það er alveg rétt. Líf mitt snýst ekki um mótmæli þó ég finni samhljóm með þeim sem mótmæla.

Ég reyni að halda geðheilsu og læt öðrum eftir að forgangsraða fyrir sig.

Ég sé að minn fulltrúi hefur mætt á svæðið væntanlega kappdúðaður.

Vilborg Traustadóttir, 17.1.2009 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband