fim. 15.1.2009
Fljúgandi jólatré...ráðherrarnir okkar sem alla dreymdi um að verða "jólatré" ættu að gera sér grein fyrir áhættunni við kurlarann!
Þau ferðast víða þessa dagana jólatrén. Okkar stendur enn hið reisulegasta úti á svölum. Það er búið að fjarlægja allt skrautið af því og líka seríuna.
Við verðum bara að passa að enginn bíll sé undir ef það tekur flugið.
Ég sá tvo gutta vera að safna saman jólatrjám um daginn. Það er gaman að sjá hvernig börnum verður allt að leik. Sjálfsagt hafa miklar bollaleggingar legið til grundvallar söfnun guttanna.
Ég hugsaði með mér að þarna væru þeir að inna af hendi gott starf við að safna trjánum saman svo þau lægju ekki út um víðan völl blessuð trén búin að gleðja landsmenn þessi jólin og á leið í kurlarann.
Skildi það vera draumur sérhvers trés að verða jólatré?
Nágrannaerjur vegna jólatrés | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.