Skiptir máli að vanda sig

Það skiptir gríðarlega miklu máli að vanda til verka þegar saumað er að heilbrigðisþjónustu landsmanna.

Ég hef reynslu sem fyrrverandi formaður sjúklingafélags sem er MS félag Íslands.  Það lögðum við í stjórn félagsins og dagvistar þess fram sparnaðartillögur sem fólust í grófum dráttum í því að veita meiri þjónustu við MS sjúklinga fyrir sömu upphæð og tryggingastofnun greiddi í daggjöldum fyrir ákveðinn hluta sjúklinga sem dvelja á dagvistun.

Við lögðum fram áætlun um að reka göngudeild fyrir alla MS sjúklinga með færustu læknum sem völ er á samhliða dagvistinni.

Ákveðið var að gera þjónustusamning um alla starfsemi sem félagið sinnti og frekar auka við þjónustu en draga úr.

Því miður stöðvaði forstöðumaður dagvistarinnar málið með því að æsa upp reiði meðal skjólstæðinga sinna gegn þessum áformum.  Þetta gerði hún trúlega vegna þess að henni fannst að sínum einkahagsmunum vegið. 

Göngudeildinni var lokað og nú rekur MS félag Íslands enga beina læknisþjónustu við MS sjúklinga.  

Það er örugglega víða pottur brotinn í heilbrigðiskerfinu og erfitt að hagræða.   Það blasir við af þessu eina litla dæmi þar sem hagsmunaaðilar rugla saman eigin starfsframa  og heildarhagsmunum skjólstæðinga sinna.

Ég treysti þó þessu fólki í þessu tiltekna dæmi alveg fullkomlega til að segja til um hvar á að bera niður þegar kemur að því að draga úr útgjöldum.

Það má þó aldrei bitna á sjúklingunum eins og það gerði með afgerandi hætti hjá MS félagi Íslands eftir aðalfundinn örlagaríka árið 2003.  

 


mbl.is Vinnubrögðin átalin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband