Rústabjörgun

Íslensk stjórnvöld hafa verið ráfandi um á rústunum síðan bankarnir hrundu.  Eigum við að segja síðan Íslensk stjórnvöld ýttu þeim fram af brúninni með aðgerðum/aðgerðaleysi sínu?

Þegar menn valda slysi sem þeir sjálfir og öll þeirra "fjölskylda" skaðast í eiga þeir að fá aðra til að byggja upp eftir slysið.

Það getur aldrei komið heim og saman að sama fólkið og olli slysinu vafri um á slysstað og reyni að dylja slóð sína.

Hamast við að fela hver gerði hvað eða hver gerði EKKI hvað?

Yfirklór og ómarkvissar aðgerðir stjórnvalda í kjölfar atburðanna bera vott um að þau eru í "losti" eftir stórslys.

Nýtt lið í brúna takk! 

 

 


mbl.is Leita ráðgjafar vegna Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Hrönn Elíasdóttir

Sæl og gleðileg jól.

Væri ekki hægt að leggja andvirði þessa flugflota í púkkið til að greiða skuldir?

http://www.amx.is/myndasofn/428/#34

Trúlega er botnverð á þessu núna vegna offramboðs og lítillar eftirspurnar.

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 27.12.2008 kl. 16:56

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gleðileg jól Sigríður Hrönn.

Það er vel athugandi að leggja flugflota auðmannanna í púkkið.

Ef markaður er fyrir hendi eins og þú segir.

Þetta er meiri mæðan!!!

Eitt er þó jákvætt, fólk er farið að sýna smá nægjusemi.

Ég meðtalin;-)

Ég veit ekki hverju þetta breytir fyrir milljarðamæringana? Kannski láta þeir sér nægja að lifa í vellystingum í stað lúxuss????????????????

Vilborg Traustadóttir, 27.12.2008 kl. 19:11

3 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Gæti ekki verið meira sammála þér Vilborg, Það er ótrúlegt að ekki skuli vara komið nýtt fólk til að stjórna landinu og að það sé ekki búið að frysta allar eignir þessara auðmanna, svo að það sé hægt að fá eitthvað upp í skuldir, nei núna eru þeir búnir að koma öllu undan og við aumingjarnir sitjum í súpunni, og hvað eru ráðamenn búnir að gera???...... ekkert.

Ég er að fara á stað eftir gott stop.

Já og gleðileg jólin og árið líka, komum svo á krafti inn á nýju ári, í bloggheimum. 

Sigurveig Eysteins, 28.12.2008 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband