mið. 10.12.2008
Aðventan í kreppu
Í dag eru tvær vikur til jóla.
Ég er ekki búin að skrifa á jólakortin þó ég hafi búið sex kort til í gær á jólaföndurkvöldi hjá bróður mínum og konu hans.
Í fyrra var ég bún að senda þau öll um þetta leyti.
Ég er ekki búin að kaupa jólagjafirnar.
Í fyrra var ég búin að pakka þeim öllum inn 10. desember.
Ég er ekkert búin að baka annað en flatkökurnar til jólanna núna.
Í fyrra var ég í gírnum að baka smákökur um þetta leyti.
Ég fékk barnabörn í heimsókn um helgina, þess vegna er ég búin að skreyta núna og er heldur fyrr búin að því en í fyrra.
Ég finn að ég er öll afslappaðri í ár og það liggur ekki eins mikið á og stundum áður. Það er allt í lagi þó það verði ekki allt fullkomið um jólin enda aðalatriðið að láta sér líða vel og reyna að stuðla að því að fjölskyldunni líði vel líka.
Eins og maður reynir reyndar allan ársins hring.
Athugasemdir
Svona á þetta að vera, engan æsing. Ég á eftir að skrifa á öll kortin og kaupa jólagjöfina handa þér En Norðurportið leysir það um helgina, er búin að sjá svo sætt út handa þér.................
Hulda Margrét Traustadóttir, 10.12.2008 kl. 21:15
Ég hefði svo gjarnan viljað vera með ykkur í föndrinu.............nú er bara að skella á skó og koma með allt það sem þið systkinin hristið svo átakalaust fram úr erminni og mágkonurnar líka......koma svo....
Hulda Margrét Traustadóttir, 10.12.2008 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.