So what?

Ég varð fyrir vonbrigðum eina ferðina enn með blaðamannafund forsætisráðherra.

Ekkert kemur fram nema það sem liggur í loftinu.

Sjálfsagðir hlutir eins og að falla frá eftirlaunafrumvarpi núverandi seðlabankastjóra og þáverandi forsætisráðherra.

Lögð til tímabundin launalækkun til þingmanna, ráherra og dómara ásamt forseta lýðveldisins.

Auðvitað eiga þau sem mesta ábyrgð bera að lækka laun sín.

Hvað með það?  Þarf að halda fund með fjölmiðlum til að auglýsa það? 


mbl.is Óska eftir launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt. Hvers vegna eru tveir ráðherrar að sóa tíma í að koma fram á blaðamannafundi til að kynna þetta? Maður hefði haldið að þeir hefðu nóg að gera við að leysa þennan vanda annað en að koma með svona ódýr brögð til að kaupa sér velvild fólksins. Gátu þeir ekki bara látið einhvern aðstoðarmann senda út litla og látlausa fréttatilkynningu svona eins og er gert þegar launin þeirra hækka?

Davíð Arnar (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 18:33

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Svo var þetta ekki neitt neitt. Gildir bara her í frá en afnemur ekki "áunnin" réttindi!!! OJ BARA!

Vilborg Traustadóttir, 21.11.2008 kl. 19:35

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Sammála því, tímasóun og verið að REYNA að klóra í bakkann

Hulda Margrét Traustadóttir, 22.11.2008 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband