Björgunarleiðangurinn

Þá höfum við það.  Ingibjörg er í miðjum björgunarleiðangri og telur ekki tímabært að ganga til kosninga.

Ég trúi því að hún skipti um skoðun þegar líður á næsta ár.

Það er ekki hægt að bjóða þjóðinni upp á það að sama fólkið og klessukeyrði þjóðarskútuna ráðskist svo með það hvar er byggt upp á ný og hvað er látið fara á hausinn.

Sama ófaglærða fólkið látið stjórna Seðlabankanum og kom þar öllu í þrot.

Ég er hrædd um að það sé ekki hægt að líkja þessu við slysavarnafélag vegna þess að slysavarafélög hjálpa fólki eftir þrengingar af völdum náttúruhamfara, slysa eða annarra atvika.  Slysavarnafélög reyna að varast slys í stað þess að orsaka þau eins og ríkisstjórn Íslands hefur gert með óábyrgri stefnu í efnahagsmálum þjóðarinnar. 

Björgunarleiðangur ríkisstjórnarinnar snýst eingöngu um það að bjarga eigin skinni! 


mbl.is Kosningar ekki tímabærar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já mér finns Ingibjörg vera eins og bergmál af Geir þessa daganna. Sé ekki að þau séu að bjarga miklu. Ekki séð aðgerðir af þeirra hálfu sem laga ástandið.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.11.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband