Sama liðið við stýrið á "bankarútunni"!!!

Ég get ekki skilið það sem fram hefur komið að sama fólkið og keyrði bankana með öllum okkar ævisparnaði sitji enn við stýrið á bankarútunni, eftir að hafa keyrt hana í klessu á fylleríi.  Þarna eru öll okkar auðæfi sem við höfum nurlað saman til handa fjölskyldunni og má segja að framtíð okkar, líf okkar allra sé að veði.

Menn "keyra fullir" og komast upp með það!

Atvinnubílstjórar velta því nú fyrir sér hvað gerðist ef þeir væru allir teknir fullir á bílum sínum?

Það myndi öll starfsemi stöðvast ef prófið yrði tekið af þeim.  Strætó hætti að ganga, rútur hættu að ganga, leigubílar myndu stöðvast, Flutningabílar, vinnuvélar, lyftarar o.s.frv.

Þá yrði að grípa til þess ráðs sem stjórnvöld hafa nú gert við akstur verðmætustu rútu Íslands, bankarútunnar.

Það er allt í lagi að keyra fullur! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Það virðist vera í lagi fyrir suma og aðra ekki !

Hulda Margrét Traustadóttir, 20.11.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband