Komin heim

Ég er komin heim eftir vel heppnaða ferð til Akureyrar.  Ég var hjá Möggu systir og hennar manni.  Við Magga fórum á myndlistarnámskeið hjá Erni Inga um helgina.

Það var virkilega gagnlegt og skemmtilegt.  Við hittum einnig Kristínu vinkonu og höfðum gaman saman. M.a. borðuðum við slátur saman á sunnudaginn.

Dalí hundurinn Möggu og José er mjög hændur að mér.  Magga sagði mér að þegar hún kom heim eftir að hafa skutlað mér á flugvöllinn kom hann á móti henni og hljóp niður að leita að mér, fór svo út á svalir til að gá betur og þegar ég var ekki með skreið hann undir hjónarúm sem hann gerir aldrei nema á nóttinni.

Hundurinn lagðist hreinlega í þunglyndi.

Ég set kannski inn myndir þegar ég er ekki svona þreytt en ég var að koma úr myndlistartíma hjá Litagleði sem er skemmtilegur hópur fólks sem hefur kennara sér til halds og trausts í myndlistinni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Þunglyndið rjátlaðist af Dalí í gær en hann kíkti oft inní herbergið vevvvvvvv

Bara takk fyrir síðast, þetta var gaman - er búin að senda þér myndirnar frá Höllu

Hulda Margrét Traustadóttir, 20.11.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband