mán. 17.11.2008
Fleiri fundir og mótmæli
Það er ekki lítið ef nær 1000 manns mæta á opinn borgarafund. Það verður sífellt furðulegra að menn skirrist við að segja af sér.
Tala um að kosningar dæmi menn í þeirri von að gullfiskaminnið okkar íslendinga haldi áfram að vera gullfiskaminni.
Ég held ekki að það geri það. Ég held að fallið verði þeim erfiðara því lengra sem líður. Ekki skilja mig svo að ég hafi verulegar áhyggjur af því.
Áhyggjur mínar beinast að öðru og meira en því þessa stundina hvort menn sem bera ábyrgð á þessu gífurlega hruni verði ekki endurkjörnir.
Þeir sem taka ekki ábyrgð á eigin gerðum draga flokkinn sinn niður með sér.
Þær snúast um velferð fólks og kannski um það að þeir verðir eftir allt endurkjörnir.
Troðfullt á fundi á Nasa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.