fös. 14.11.2008
Fréttamannafundur
Nú stendur yfir fréttamannafundur þar sem Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttur kynna stöðu mála. Þau segja að þetta verði allt birt í blöðunum á morgun þannig að það fari ekki fram hjá neinum. Ingibjörg Sólrún sagði að loftrýmisaðgerðir af hálfu Breta yrði ekki innt af hendi. Ákvörðunin var tekin á vettvangi Nato.
Geir segist reikna með að IFM taki umsókn okkar fyrir strax eftir helgina en lausn er ekki komin á deilunni þó svo að staða okkar sé betri nú en í upphafi þar sem þeir séu tilbúnir í meiri tilslakanir nú.
Við höfum ekki fallið frá lagalegum rökstuðningi okkar þrátt fyrir það að við ábyrgjumst þær upphæðir sem um hefur verið deilt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.