Vona það sama og Björgólfur

Björgólfur er sterkur að koma fram og kom ágætlega frá sér því sem hann vildi segja.  Aðalatriðunum a.m.k. Það er gríðarlega erfið staða sem hann er í og mikil pressa.

Seðlabanki Íslands hefur ekki verið starfi sínu vaxinn.  Það er líka umhugsunarvert hverjir tóku ákvörðun um að þjóðnýta Glitni?

Var það Seðlabankinn eða var það ríkisstjórnin?  Voru það þessir aðilar saman?

Voru það forsætisráðherra, fjármálaráðherra og seðlabankastjóri?

Hver var þáttur viðskiptaráðherra?

Hvers vegna var umleitunum manna ekki svarað um sameiningu bankanna Landsbanka og Glitnis?

Hvað svo sem er rétt í því vona ég og trúi að eignir Landsbankans í Bretlandi dugi fyrir skuldunum vegna Icesave.  Kannski aðeins betur en þær voru tvöfalt hærri en innistæður þann 30. sept s.l. að sögn Björgólfs og hans tölum sem hann hefur samkvæmt þriggja mánaða uppgjöri bankans.

 


mbl.is Skuldir lenda ekki á þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mannþekkjarar. Jú það er auðvelt að falla fyrir kallinum, enda kemur hann vel fyrir. Hvað varðar eignirnar. Gleymiði því. Svo skulum við taka upp þráðinn eftir nokkur ár og líta til baka á þetta viðtal.

Þú færð 100 krónur lánaðar hjá banka

Þú leggur 100 krónurnar inn hjá sama banka (bankinn leggur þær þangað)

Þá má bankinn lána 90 krónur af 100 krónunum sem þú lagðir inn

Samt tekur þú 100 krónurnar út daginn eftir.

Manneskjan sem fékk 90 krónurnar lánaðar því viðskiptavinur bankans lagið inn 100 krónur (þú) leggur þær inn á tékkareikning sinn.

Bankinn fær 90 krónur lagðar inn á sig og má því lána öðrum út 80 krónur.

Þær 80 krónur fara líka inn á tékkareikning viðkomandi

bankinn má því lána 70 krónur af því

svona heldur þetta áfram. Bankinn lánaði 100 krónur sem fara nokkrum sinnum inn á reikninga í bankanum. Bankinn ábyrgist og telst eiga eignir upp á allt að 8sinnum verðgildi 100 kallsins. Þetta er allt vel og gott á meðan enginn sækist eftir að fá allt borgað og gera upp. Bókhald bankans lítur vel út á prenti. Þegar á hólminn kemur og allir fara að rukka er samt bara 100 kall á bakvið þessum 800 krónum.

Þetta er ísland í dag

Ekki vorkenna karlinum. Hann hafði margt til síns máls og kom vel fyrir en please, takið þessu með fyrirvara. 

Ég vona svo sannarlega að þið séuð góðir mannþekkjarar... en ég hef mínar efasemdir í þessu tilviki.

bestu kv e

einar (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband