Evru starx

Ég held að við ættum að taka upp evruna strax en fram kom bæði í Silfri Egils og Fréttablaðinu að Ísland geti tekið einhliða upp evru.

Það myndi frýja okkur öllum þessum lánum til að styrkja krónuna.

Krónuna heitna sem er búin að vera.

Andri Snær kom einnig fram í Silfrinu og sagði að nú yrðu einhverjir að fara að segja af sér.  Ástæðan fyrir því er að það hafa verið gerð mörg mistök sem fólk er reitt yfir og þeir sem bera ábyrgðina eiga að taka ábyrgð og  hætta.  

Ég tek heils hugar undir þetta og einnig það að menn sýni auðmýkt og segi ég brást og því ber mér að víkja.

Þegar þetta er búið er hægt að snúa sér að uppbyggingu.

Fyrr ekki.  


mbl.is Styðja illa Íslendinga hjá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þessi aðferð með einhliða upptöku á gjaldmiðli er áhugaverð. Þetta tekur nokkurn tíma en það þarf ekki eins mikinn gjaldeyrisvaraforða til þess að framkvæma hana einst og sumt annað.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 14:21

2 identicon

Það þarf þá að semja vel því ég vill ekki kaupa evrur á þessu gengi sem er skráð í dag.. 90-95 og ég er sáttur

Andri (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 16:02

3 identicon

Haldiði virkilega að evrópusambandið vilji leggja evru til íslands meðan krónan er svona veik? Það þarf fyrst að laga krónuna. Jafnvel þótt við tækjum upp evruna núna strax í dag þá myndi ríkasta liðið verða semi ríkt lið meðan þeir fátækustu verða allir með tölu gjaldþrota. Það viljum við svo sannarlega.

Þvílík vitleysa!

Heiðar S. Heiðarsson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 16:18

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það þarf að vega og meta hvor skellurinn er stærri á hvaða geb-ngii eða skuldirnar á komandi kynslóðir.

Vilborg Traustadóttir, 9.11.2008 kl. 18:24

5 identicon

Hafið ekki áhyggjur af krónunni eða evrunni. Það er mjög alvarlegur viðbúnaður hjá stjórnvöldum. Við verðum bara að forða okkur. Ísland er glatað.

Magnús hannibal (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 18:30

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hvað áttu við Magnús hannibal?

Vilborg Traustadóttir, 9.11.2008 kl. 22:42

7 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Já, það þýðir ekkert annað en taka á núna.

Ég legg til að við sendum Geir og Björgvin með leynd til Brüssel og þeir gangi frá evrumálinu. Ég vissi ekki að 6 ríki utan EES notuðu evru.

Við erum með allt niður um okkur,Alþjóða gjaldeyrissjóurinn er að ströggla. Upp með evru, niður með..........

BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ!

Jón Ragnar Björnsson, 10.11.2008 kl. 00:06

8 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sammála þér í einu og öllu!

Vilborg Traustadóttir, 10.11.2008 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband