lau. 8.11.2008
Friðsamleg mótmæli! A peaceful demonstration!
Ég og vinkona mín stormuðum í bæinn til að mótmæla ástandinu. Við komum fyrst við í Kolaportinu og þar var líf og fjör. Á Austurvelli hófust mótmælin með reykspólun fyrir framan Alþingishúsið þannig að það sást ekki í það. Síðan voru ræður haldnar og ítrekað að hér væri um kurteisileg mótmæli að ræða og við skyldum ekki fremja lögbrot af neinu tagi.
Þegar okkur fór að kólna ákváðum við að fara inn á Kaffi París og fá okkur kaffi og vöfflur. Það var mjög gott að ylja sér við sopann þar inni.
Þegar við greiddum fyrir og afgreiðsludaman spurði hvort við greiddum saman eða sitt á hvað rifjaðist upp fyrir mér vísa sem ég fór með fyrir hana.
Satt og logið, sitt á hvað
sönnu er best að trúa
en hvernig á að þekkja það
þegar flestir ljúga.
(Man ekki hver er höfundurinn)
Vinkona mín spurði stúlkuna hvort hún vildi ekki fá þessa vísu upp á vegg. Jú gjarnan sagði þessi sæta stúlka og bætti við að hún hefði ekki heyrt þessa vísu áður.
Vinkona mín spurði um tilurð vísunnar og hvaðan ég væri ættuð. Ég lærði þessa vísu sem barn og flestir kannast vafalaust við hana. Ég sagðist ekki vita um hvaðan vísan væri upprunnin en ég væri ættuð norðan af Ströndum þar sem menn hefðu einfaldlega verið drepnir, eða í öllu falli gerðir útlægir (lagðir í einelti), ef þeir voru óheiðarlegir.
Við sáum glitta í lögreglumótorhjól út um gluggann og heyrðum fjöldahróp fyrir aftan okkur þegar við héldum heim. Seinna frétti ég svo af þessum látum og því að þegar handtaka átti mann tóku menn sig til og sögðu svona gera menn ekki við erum að mótmæla hér á friðsaman hátt, þá sleppti lögreglan manninum.
Þegar við gengum Austurstrætið sáum við mann með eggjabakka skálma inn um dyr á húsi og þá sáum við að tímasetning okkar að halda heim var hárrétt.
Það heyrðist illa það sem verið var að segja þarna og því lítið af því sem sagt var sem komst til skila.
Ég mæli með því að næstu mótmæli verði einfaldlega "Þagnarbindindi" eins og stjórnvöld beita á okkur þessa dagana.
Standa bara á Austurvelli og þegja í klukkutíma eða svo!
__
I was there but me and my friend had left when they started to throw eggs. The demonstrations was peaceful when we left but we saw that the people was angry and we met a man with eggs when we walked away.
I suggest we stand for one or two hours next Saturday without saying a word.
Then we will show the Gowerment how they are treeting us.
Quietly!
Eggjum kastað í Alþingishúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:20 | Facebook
Athugasemdir
Góð hugmynd
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.11.2008 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.