Ég er hreykin af konunum í þinginu, ég sé að Sjálfstæðisflokkurinn á von með þessar konur innanborðs....

Ég hef velt fyrir mér mörgum málum að undanförnu og ég hef undrast þá ládeyðu sem þingið okkar háttvirt er orðið.

Ég sé að að það eru skynsamar konur í Sjálfstæðisflokknum og að sjálfsögðu vekur það von. 

Ég var mjög ánægð með grein Ragnheiðar Ríkharðsdóttur í Morgunblaðinu nýverið en hún fékk ákúrur fyrir hjá nokkrum samflokksmönnum í þinginu.  Ragnheiður taldi að stjórn Selabankans yrði að víkja til að stofnunin öðlist trúverðugleika á ný.

Hins vegar get ég ekki kosið flokk þar sem formaðurinn tekur ekki á málum og lætur hagsmuni þjóðarinnar víkja fyrir hagsmunum eins manns í Seðlabankanum.

Það má vel vera að sá maður hafi staðið sig vel framan af í því starfi en nú s.l. 2 ár a.m.k. hefur hann ekki gert það 

Þetta er ekki að persónugera hluti, þetta er að láta menn sæta ábyrgð fyrir að hafa ekki verið að vinna vinnuna sína.

Hins vegar og ef konur eins og þær sem fram koma í þessu myndbandi taka að sér forystu flokksins gæti það breytt miklu.

Ekki fyrr! 

 

 

 


mbl.is Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Maður verður fegin þegar það sést glitta í skynsemi á þinginu

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.11.2008 kl. 00:15

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já og það var Katrín Jakobsdóttir sem bryddaði upp á málinu. Hún er flottust!!

Vilborg Traustadóttir, 6.11.2008 kl. 00:35

3 identicon

Það ætti að biðja allt afgreiðslufólk sem vinnur á kassa afsökunar á þessum fáránlega samanburði.  Fólk sem vinnur við afgreiðslu á kassa ber ábyrgð !

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband