þri. 4.11.2008
Okkur kemur þetta við það á ekki að leyna okkur því ef Ríkisstjórnin er ekki samstíga í mikilvægum málum.
DAUÐALEIT AÐ RÁÐHERRA
Þriðjudagur 4. nóvember 2008 kl 11:19
Höfundur: ritstjorn@dv.is
Dauðaleit stendur nú yfir að þeim ráðherra sem lak því í Fréttablaðið að bókuð hafi verið á ríkisstjórnarfundi andstaða við Davíð Oddsson seðlabankastjóra. Víst þykir að einhver af ráðherrum Samfylkingar standi að lekanum.
Rifjast þá upp að Fréttablaðið skúbbaði því einnig að Davíð lagði til þjóðstjórn á ríkisstjórnarfundi á sínum tíma. Talið var að á þeim tíma hafi seðlabankastjórinn verið á því að hann yrði kallaður inn á völlinn til að stjórna. En það er í dag útilokað vegna almennrar andstöðu þjóðarinnar við gamla leiðtogann.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.