mán. 3.11.2008
Ríkið það er ég
Ég vil að það fólk sem valið er af kostgæfni til trúnaðarstarfa fyrir mig sé hafið yfir allan vafa!
Af DV.is
ÖRLÖG BIRNU Í HÖNDUM NÝRRAR STJÓRNAR
Staða Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Glitnis, er almennt talin sú að hún verði að víkja úr starfi sínu. Örlög hennar munu ráðast þegar ný stjórn verður kosin yfir bankann í vikunni. Birna keypti bréf í Glitni í mars á seinasta ári fyrir 184 milljónir króna. Við fall bankans virtist sem viðskiptin hafi verið afmáð og hefur Birna sagt að hún sé laus allra mála. Þá sagðist hún hafa framselt bréfin til einkahlutafélags síns en þau viðskipti hafa aldrei verið tilkynnt. Kaup hennar á bréfunum voru skráð í Kauphöll Íslands en þeim var aldrei aflýst. Vilhjálmur Bjarnason lýsti málinu sem álíka tæknilegum mistökum og þjófnaður Árna Johnsen.
Birna sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem hún kvaðst hafa óskað eftir því við Fjármálaeftirlitið að það skoðaði umrædd viðskipti.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Svo virðist sem siðferði íslenskra bankastjórnenda sé verulega ábótavant, svo ekki sé meira sagt. Hvernig væri að óska eftir aðstoð norðmanna eða svía og óska eftir að þeir leggi okkur til heiðarlega bankastjóra.
pbh (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 20:48
Ekki gleyma Færeyingum með sitt hreina og stóra hjarta, þeir gætu vissulega kennt okkur ýmislegt varðandi heiðarleika og trúmennsku. Læt fylgja með slóð fyrir undirskriftir til að þakka þeim fyrir höfðingsskap þeirra þegar við urðum vinalaus í skuldafeni og beita þurfti hryðjuverkalögum á okkur. http://faroe.auglysing.is/
Ég hef áður kynnst góðmennsku þeirra og hjálparhönd en þeir komu okkur Súðvíkingum virkilega til hjálpar og einnig Flateyringum með fjársöfnun í Færeyjum til að hjálpa okkur eftir snjóflóðin á þessi byggðalög árið 1995.
Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 3.11.2008 kl. 21:15
Það er allt svo gruggugt. Það er alveg sama hvert er litið alls staðar sama sagan. Hvernig er hægt að gleyma 184 milljónum. Ég tékka á millifærslum sem eru upp á nokkra þúsundkalla.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.11.2008 kl. 23:46
Jakobína: Það komu guttar að safna fyrir hjálparstarf kirkjunnar í dag. Ég tók 500 kalli úr bauk mannsins míns til að gefa. Ég "gleymdi" ekki að segja honum það þegar hann kom heim.
Hugsa líka að hann hefði fattað að það vantaði 500 kallinn!
pbh: Það er búið að reka marga þá sem voru starfi sínu vaxnir því þeir vildu ekki vera "memm" í sukkinu!
SHE: Gerði lítið ljóð til færeyinga :-)
Vilborg Traustadóttir, 3.11.2008 kl. 23:56
Já heiðarlegt fólk hefur ekki átt upp á pallborðið í því andrúmslofti sem ríkt hefur.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.11.2008 kl. 00:57
Þetta er svo siðlaust, það er skelfilegt, er virkilega til svona fólk ????????
Sigurveig Eysteins, 4.11.2008 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.