FME sver af sér....

Þetta mál vil ég fá algerlega á hreint og upp á borðið svo allir sjái.  Það er furðulegt ef það á að halda í einhverja einstaklinga sem hafa ekki fjármálavit inni í bönkunum á meðan aðrir eru látnir fara fyrir engar sakir.

Yfirmaður áhættustýringar hjá öðrum banka var rekinn þegar hann vildi breyta áherslum og neitaði fyrr í sumar að taka ábyrgð á stefnu bankans í þeim efnum. 

Ég tel að nær hefði verið fyrir nýju ríkisbankana að leita uppi það fólk sem þannig var horfið úr bankaumhverfinu heldur en halda í áhættufíklana.

Ég vil hafa áhrif á það hvernig ríkisfyrirtæki eru rekin og hvaða fólk við veljum til að gæta hagsmuna okkar.

Það er ekki einkamál spilltra peningamanna og pólitíkusa  sem eru algerlega orðnir samdauna því umhverfi sem þeir hafa lifað og hrærst í undanfarið.

Ég vil moka burtu því fólki sem hefur tekið vitlausar ákvarðanir og ná í hina sem hafa annað hvort verið látnir fara fyrir að vilja ekki taka þátt í geiminu eða hina sem eru alveg ferskir og/eða nýútskrifaðir! 

Einnig vil ég endurskoða uppsagnir bankanna sem eru til skammar hvað það varðar að segja upp fólki sem er u.þ.b. að komast á eftirlaunaaldur. 

RÍKIÐ ÞAÐ ER ÉG! 


mbl.is FME hefur ekki samþykkt niðurfellingu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi athugasemd um að engin afstaða hafi verið tekin til þessara skulda er umhugsunarverð. Hvað verður? Er verið að hafa okkur að fíflum?

Nína S (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 21:18

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er alveg rétt hjá þér. Ég staldraði einnig við þessa athugasemd sem segir reyndar meira en virðist þar sem Finnur segið að verið sé að vinna í því í samvinnu við viðskiptavinu!

Þá fá þeir sem eiga í sjóðum bankanna væntanlega líka að koma að borðinu og vinna í því hvernig greiða á inneignirnar í samvinnu við bankann!

Vilborg Traustadóttir, 4.11.2008 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband