mán. 3.11.2008
Þá vitum við það
Þetta er nokkurn veginn það sem við erum búin að vera reið yfir frá því að bankahrunið átti sér stað .
Það er ekki hægt að álasa sjálfum sér fyrir að trúa á ævintýrið þegar stjórnvöld með þau stjórntæki sem þau hafa stoppuðu þetta ekki.
Margir íslendingar þar á meðal ég höfum verið að argast út í okkur sjálf fyrir að hvað?
Hvað hefðum við getað gert?
Nú sitjum við öll í súpunni á sama hátt og við sveifluðumst með í hinu falska góðæri í boði bankanna, einkum Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins og auðvitað sjálfrar Ríkisstjórnarinnar.
Veislustjórinn var forseti lýðveldisins!
Allir saman.
Mestir og bestir í bruðlinu voru þó eftirlitsmennirnir okkar sem fengu greidd laun fyrir að þegja þunnu hljóði.
Kannski hefðum við átt að hlusta á þögnina?
Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Athugasemdir
Og svo situr þetta lið sem fastast!
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.11.2008 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.