Því miður er þetta satt

Það er erfitt að stíga þetta skref og segja það sem segja þarf.  Ingibjörg Sólrún á þakkir skildar fyrir það.

Það verður bara að hafa það þó stjórnin falli.  Það er þá ekki í fyrsta skipti sem brýtur á persónu Davíðs Oddssonar.

Sem borgarstjóri varð Davíð Oddsson mjög valdamikill en þegar hann yfirgaf þann vettvang skildi hann flokkinn sinn Sjálfstæðisflokkinn eftir í mikilli leiðtogakrísu. Sú krísa kostaði flokkinn borgina í mörg ár.

Krísu sem flokkurinn  á reyndar ennþá í á þeim slóðum.

Á landsvísu bundu margir vonir við að Geir H. Haarde yrði sterkur leiðtogi eftir að Davíð "plantaði sér" í Seðlabankann.  Sú er ekki raunin þökk sé enn og aftur umræddum Davíð Oddssyni sem hreinlega getur ekki sleppt stjórnartaumunum.

Þegar Seðlabankastjóri er farin að gefa út harðorðar pólitískar yfirlýsingar varðandi viðkvæm milliríkjamál á tímum þar sem ekki þarf nema einn lítinn neista til að sprengja dúndrið, þá er mál að linni.

-- 

Mér sýnist að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sé að koma sterk inn í formannsembættið hjá Sjálfstæðisflokknum.  

Hún þorir alla vega að skipta um skoðun! 


mbl.is Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hannes Hólmsteinn hefur reyndar talað um Geir sem "mjúka" leiðtogann sem sé fínt að hafa á uppgangstímum á meðan allt leikur í lyndi, en um leið líkti hann Davíð við "stríðsherra" sem væri gott að hafa þegar taka þyrfti duglega til hendinni. Eflaust hefur hann haft nokkuð til síns máls á sínum tíma. Hvorugt af þessu hugnast mér þó sérstaklega vel við núverandi kringumstæður. Nú er þörf á breytingum til að laga sig að gjörbreyttum aðstæðum. Til þess þurfum við ákveðna og framsækna einstaklinga, en hvorki "mjúka" og "vinalega" né afturhaldssama klíkuforingja af gamla skólanum.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.11.2008 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband