fös. 31.10.2008
Gagnrýni, að rýna til gagns
Stundum viljum við líta á gagnrýni sem niðurrif eða í besta falli nöldur. Ég lít á gagnrýni sem nauðsynlegan þátt í því að vera til, að vinna og umfram allt að þau okkar sem eru í opinberum störfum ættu að taka henni fagnandi.
Stundum verður þessi gagnrýni, eðli málsins samkvæmt bæði óvægin og harkaleg. Ég hef sjálf valið að vera mjög beinskeytt í minni gagnrýni á atburði liðinna vikna. Á þá menn sem hafa leitt þá atburði. Mér finnst full ástæða til þess.
Ég dreg ekki dul á skoðanir mínar og því fer víðs fjarri að það sé mér eitthvað ánægjuefni að láta þær í ljós með þessum hætti. Ég hef treyst og traust mitt hefur verið brotið. Ég hef verið svikin.
Illilega.
Ég á erfitt með að skilja menn sem taka gagnrýni sem árás eða líta á mótmæli sem nornabrennu. Fólki er hreinlega nóg boðið!
Mér er meira en nóg boðið.
Það að svara fólki út úr og með hroka er hreinlega þess eðlis að það kallar á harða gagnrýni.
Ef menn þola hana svo ekki eiga þeir að snúa sér að einhverju öðru.
Þótt fyrr hefði verið!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég tek undir með þér hvað varðar að rýna til gagns. Fyrir því er allt of lítil hefð hér á landi. Ég er í námi í bandarískum háskóla og í fyrsta skipti sem ég gagnrýndi eitthvað þá var ég hálf hikandi. Viðbrögðin voru hinsvegar þau að kennarinn þakkaði mér innilega fyrir að taka tíma í að velta hlutunum fyrir mér og svaraði gagnrýninni afskaplega vel og breytti ákveðnum atriðum sem hann féllst á að mættu betur fara en rökstuddi hitt. Það er styrkur að því að geta tekið gagnrýni og nýtt hana gagnlega.
Lára Stefánsdóttir, 31.10.2008 kl. 23:48
Gagnrýni er bar vopn hinna skynsömu. Ef við sjáum vanda þá megum við auðvitað tala um hann. Stundum þvælast persónur inn í vandamálið og þá verður svo að vera. En ef við tölum ekki um vanda er ekki líklegt að hann verði leystur.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.10.2008 kl. 23:54
Mikið er ég sammála þér, að sópa skítnum endalaust undir teppið, gengur ekki til lengdar, ég var allin upp við þessa aðferðafræði, og það er búið að taka mig mörg ár að hreinsa upp, sem betur fer sá ég mjög fljót á lífsleiðinni að þetta var ekki að virka, þegar ég fór að eiga börn tók ég uppá því að halda fjölskyldufundi, sem gerir það að verkum að það er enginn skítur undir mínum teppum, ég held að stjórnmálamenn ættu að taka okkur mömmur til fyrirmyndar. Eigðu góða helgi.
Sigurveig Eysteins, 1.11.2008 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.