mið. 29.10.2008
Djúpavík kallar
Ásbjörn frændi kom í kvöldkaffi í gær. Hann er staðarhaldari á Djúpavík. Eins og gefur að skilja var margt skrafað yfir kaffibollunum.
Ásbjörn hafði tekið smá rúnt með mínum manni og skoðað það sem við erum að bralla (aðallega hann) þar á meðal vél sem við fengum í bátinn okkar sem er á Siglufirði um þessar mundir.
Það er eikarbátur sem við erum að gera upp (maðurinn minn og kunningi hans), myndarlegasti bátur.
Kannski er ekki svo slæm hugmynd að fara að stunda róðra fyrir vestan oig hafa í sig og á. Stunda sjálfsþurftabúskap!
Það er verst að við getum illa flúið skuldirnar sem ríkisstjórnin er búin að leggja á herðar okkar. Ríkisstjórnin sem sagði að það yrði aldrei látið gerast í vstrænu hagkefi að banki væri látin fara á hausinn á Íslandi. Svo rúlluðu þrír þeirra. Eins og hendi væri veifað!
Kannski getum við flutt norður á Strandir (eða til Vestmannaeyja, jafnvel Færeyja) og lýst yfir sjálfstæði okkar?
Eflt Sparisjóð Strandamanna til dáða eða endurvakið Kaupfélagsveldið.
Ég hugas að við værum betur sett þannig.
Eitt er víst að eitthvað verðum við að gera!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég held að þeim fari fækkandi flóttaleiðunum. Ef ég man rétt þá er búið að "innlima" Sparisjóð Strandamanna í Sparisjóð Keflavíkur eins og Sparisjóð Vestfirðinga. Eini Sparisjóðurinn sem eftir er á Vestfjarðakjálkanum er Sparisjóður Bolungarvíkur sem er með útibú á Suðureyri, allir aðrir sparisjóðir á kjálkanum eru komnir í "bítlabæinn"
Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 29.10.2008 kl. 18:01
Það fer í verra ef landið er ekki nógu stórt til að taka við okkur sem viljum berjast fyrir lífi okkar. Þurfum við nokkra banka ? Ég held ekki - það er allt hægt að lifa án þeirra....Árneshreppur hefur marga góða kosti .....
Hulda Margrét Traustadóttir, 29.10.2008 kl. 19:53
Það er að fjúka í flest skjól það er greinilegt. Já maður gæti kannski farið að hafa vöruskipti og álíka viðskipti. Þá sparar maður alltént skattinn!
Nú skil ég okkur þegar við flúðum Noreg forðum ;-)
Kannski best að vera sem mest norður í hrepp!
Vilborg Traustadóttir, 29.10.2008 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.