mið. 29.10.2008
Eurovision
Birgitta Haukdal var í þættinum "Gott kvöld" hjá Ragnhildi Steinunni s.l. laugardagskvöld. Ég fór að velta fyrir mér Eurovision.
Ég man eftir því þegar ICY-tríóið fór með Gleðibankann til Bergen að við höfðum áhyggjur af hvar eða hver ætti að halda keppnina þegar og ef við ynnum! Við hefðum hvorki efni á því né húsnæði undir keppnina.
Síðan óx okkur ásmegin og við hefðum alveg haft bolmagn til þess hin síðari ár.
Áhyggjur okkar reyndust þó óþarfar og Daníel Ágúst fer þar fremstur meðal jafningja með 0 stig.
Nú er þetta enn ein áminningin til okkar um afturhvarf til fortíðar.
Hver á að halda keppnina þegar (og ef) við vinnum næsta vor?
Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn? Það mætti segja í texta með útsendingu "þessi keppni er í boði Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins" eða "Norðurlöndin og Færeyjar skutu saman fyrir þessari keppni hér í Egilshöll á Íslandi". Varla verður tónlistarhöllin tilbúin?
Afhverju unnum við ekki meðan við höfðum efni á því?
Nú bætast enn einar og gamalkunnar áhyggjur á herðr okkar.
Nema við sendum Daníel Ágúst krúnurakaðan!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.