þri. 28.10.2008
Eru æðstu ráðamenn þjóðarinnar drykkfelldir?
Þrálátur orðrómur um það að æðstu ráðamenn þjóðarinnar séu drykkfelldir kallar á svör. Það er engum greiði gerður með að þegja svoleiðis lagað í hel. Allra síst þeim sem orðrómurinn er um.
Í nútíma samfélagi (sem hefur að vísu færst einhverja áratugi aftur efnahagslega) er það ekkert tiltökumál að leita sér aðstoðar ef drykkjuvandamál er við að etja. Í miklu fleiri tilfellum eru erfiðleikarnir þeir að sá eða sú sem á við vandann á að etja viðurkennir hann ekki og er það einmitt ein ásæða þess hversu alvarlegur sjúkdómur alkahólismi er.
Það er grafalvarlegt mál fyrir þjóðina ef æðstu ráðamenn hennar eiga við drykkjuvandamál að etja og gera ekkert í því. Þó svo að þeir séu eflaust fleiri í þessum hóp sem kunna að fara með áfengi eða neyta þess alls ekki þá verðum við að gera þá kröfu á þá þeirra sem neyta áfengis að þeir fylgist vel með heilsu sinni.
Ástandið á Íslandi undanfarnar vikur minnir óneitanlega á heimili virks alkahólista sem hann hefur lagt í rúst. Það treystir honum engin. Konan er farin, börnin eru farin, allar eignirnar eru brunnar upp og eftir stendur alkinn á rústunum og heldur partý! Innan um brotin húsgögn með brenglaða sjálfsmynd. Með hrokann einann að vopni.
Skilur ekki neitt í neinu og bendir í allar áttir á sökudólga!
Því skora ég á æðstu ráðamenn okkar alla sem einn að hafa samband upp á Vog eða á göngudeild SÁÁ og fá að taka einfalt próf um það hvort drykkja þeirra sé óeðlileg eða þeir í áhættuhóp með það að vera alkahólistar.
Þjóðin á það skilið!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:47 | Facebook
Athugasemdir
Engar áhyggjur, Winston Churchill drakk whiskey flösku á dag og stóð sig bara þokkalega.
Thee, 28.10.2008 kl. 13:40
He he, það á kannski ekki við um alla. Sumir þola að drekka talsvert þ.e. þeir eru þá væntanlega ekki alkahólistar. Aðrir þola ekki eins mikið og rústa öllu í kring um sig. Það eru virkir alkahólistar. Þjóðin á að krefjast þess að þeir sem með stjórntaumana fara séu ekki í þeim hópi.
Vilborg Traustadóttir, 28.10.2008 kl. 13:53
Margt er mannanna bölið og svo er um ölið ! Hefur þú nokkuð frétt eftir bréfaskriftir til merkilegs manns ?
Hulda Margrét Traustadóttir, 28.10.2008 kl. 15:18
Nei ekkert frétt en ég vona að hann bregðist vel við.
Vilborg Traustadóttir, 28.10.2008 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.