mán. 27.10.2008
Seðlabanki í kreppu
Það er yfirþyrmandi að stjórnvöld hafi hundsað þetta boð breta um flýtimeðferð vegna icesave reikninganna þar í landi.
Stjórnvöld standa nú rúin trausti frammi fyrir eigin gerðum.
Ég mun beita mér fyrir því að fá Jón Baldvin Hannibalsson inn í íslensk stjórnmál á ný. Það liggur ljóst fyrir að það traust sem Samfylkingin þó enn hefur fjarar út.
Ég tel jafnvel að ný og öflug hreyfing jafnaðarmanna eða bara ein góð þverpólitísk "Íslandshreyfing" gæti unnið traust fólks smám saman á ný. Með aðkomu athafnamanna víða að úr atvinnulífinu og umfram allt með það að leiðarljósi að setja hagfræðinga yfir efnahagsstjórn landsins. Með það að leiðarljósi að sækja okkar vel menntaða fólk á hvaða sviðum þjóðfélagsins sem er og fela því veigarmikil verkefni í stjórn landsins. Fækka þingmönnum frekar en fjölga og skera niður laun á þingi og hjá ráðherrum líkt og er að gerast hjá öllum öðrum í landinu. Með það að leiðarljósi að endurgreiða íslendingum það sem þeim ber eftir þessi hrikalegu hagstjórnarmistök ríkisins.
Fyrst ekki eru gerðar nauðsynlegar breytingar á ófaglegri stjórn Seðlabanka Íslands eru hendur þessarar ríkisstjórnar bundnar í bak og fyrir. Enda er ríkisstjónin orðin gerandi í málinu og þar með orðin ábyrgari en ef hún hefði gert breytingar strax. Þá meina ég áður en Glitnir var þjóðnýttur.
Sjálfstæðisflokkurinn er í útrýmingarhættu.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætlar þú að láta taka Samfylkinguna með í fallinu?
Björgólfur segist standa við ummæli sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 21:45 | Facebook
Athugasemdir
Æðislegt Sjálfstæðisflokkurinn er í útrýmingarhættu
Húrra
Æsir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 21:10
Hvað getur Samfylkingin gert?
Slíta samstarfinu?
Þá myndar Sjálfstæðisflokkurinn ríkisstjórn með Vinstri Grænum.
Er það betra?
Samfylkingin er í gísl Sjálfstæðisflokksins.
Kjósandi, 27.10.2008 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.