Njörður P. Njarðvík

Í fréttablaðinu í dag á bls 8 góður pistill Njarðar P. Njarðvík.  Undir yfirskriftinni "Umræðan" Hverjum getum við treyst?  Spyr Njörður sem er prófessor emetitus við Háskólann í Reykjavík.

Hann bendir á nokkrar staðreyndir i málinu m.a. þá að við getum treyst forsætisráðherra sem mánuðum saman hefur fullvissað okkur um að allt væri í lagi, engra aðgerða þörf, - og gengi krónunnar myndi styrkjast fljótlega?

Njörður tekur fyrir allar helstu stofnanir og embætti sem að málum okkar hafa komið og veltir fyrir sér hvort við getum treyst þeim?

Hann segir ennfremur að þegar stjórnmálamenn segi að við sitjum öll á sama báti eins og þeir gera nú eigum við að vera a verði samkvæmt því sem sænski rithöfundurinn Vilhelm Mooberg sagði eitt sinn." Þegar stjórnmálamaður segir að við sitjum í sama báti þá skaltu vara þig. Það táknar að þú skulir róa." 

 Ég hvet þá sem hafa ekki þegar lesið greinina að gera það.   

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband