Tek undir með Bjarkey bloggvinkonu, lesið þetta til enda

 http://visir.is/article/20081025/SKODANIR03/278188353/-1

Ég get tekið undir flest sem Katrín Jakobsdóttir segir í þessari grein.  Nema ég átti þegar ég var lítil stígvél á veturna og gúmmískó á sumrin og svo eina spariskó. Notaði svo ullarsokkana sem mamma og amma prjónuðu í stígvélin á veturna.

Ég tek undir það að jöfnuður er það sem Íslenskt samfélag á að stefna að og ég gæti alveg sætt mig við að tapa einhverjum peningum ef ég sæi þá ganga til samfélagsins.  Því miður er það ekki svo.

Peningarnir okkar eru nú bundnir í "eigum" fjárglæframanna erlendis vegna þess að Íslenska Ríkisstjórnin svaf á verðinum.  

Var ekki starfi sínu vaxin!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég var búinn að gleyma því þangað til ég las þetta hvað fatalagerinn hjá manni var fábrotinn á barns- og unglingsárum.  Maður átti eitt par af stígvélum fyrir veturinn, eitt par af gúmmískóm fyrir sumarið og að auki spariskó.  Þetta var svo eðlilegt að hugur hvarflaði aldrei að öðrum eða fjölbreyttari fótbúnaði. 

  Ég tel fullvíst að fataskápurinn hafi innihaldið jafn fábrotinn lager. 

Jens Guð, 25.10.2008 kl. 14:40

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Og söknuðum við einhvers ? 'Eg held ekki ! Við förum bara til baka um 40. ár og við erum góð ! ???

Hulda Margrét Traustadóttir, 25.10.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband