Ríka Ísland

Nú er svo komið að eitt ríkasta land í heimi er fyrst þróaðra ríkja til að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Margir spyrja sig nú "hvernig gat þetta gerst"?

Hagfræðingar halda því fram að vöxtur bankanna hafi ekki verið í takt við stefnu Seðlabankans.   

Bíddu við Seðlabankastjóri Davíð Oddsson var forsætisráðhersa Íslands þegar bankarnir voru einkavæddir. 

Hann settist síðan í stól seðlabankastjóra og átti auðvitað að vita af því hver vöxtur bankanna var.  Sem seðlabankastjóri átti hann annað hvort að beita sér fyrir því að tekin yrði upp evra sem hann reyndar barðist og berst enn harkalega gegn eða þá að auka við gjaldeyrisforða landsins til að styðja við bankana.

Nei það gerði hann ekki og þar ofan í kaupið skrúfaði hann stýivexti upp úr öllu valdi.

Í stað þess að veita Glitni hið örlagaríka þrautarlán voru gerð þau skelfilegu mistök að láta ríkið kaupa 75% hlut í bankanum ( sem varð reyndar ekki af því bankinn fór í þrot áður og því ekki staðið við samninginn) og við það byrjaði ballið fyrir alvöru eins og allir þekkja,  Þetta var sennilega það vitlausasta sem hægt var að gera á þeim tímapunkti. 

Seðlabankastjóri gaf auk þess þá yfirlýsingu út í heim að við ætluðum ekki að standa við okkar skuldbindingar!  Sem hrinti Kaupþingi fram af brúninni.

Þessi og fleiri alvarleg hagstjórnarmistök Seðlabankans hafa kostað þjóðina mikið.  Margir missa vinnuna, Ævisparnaður fólks  farinn veg allrar veraldar. Lán eru að sliga fólk ekki síst ungt fjölskyldufólk og lífskjörin í frjálsu falli eins og krónan.  Orðspor landsmanna er sært holundarsári að maður tali nú ekki um æru hins Íslenska Ríkis.  Sjálfstæðinu er ógnað og landið komið á kaf í skuldir.  Aftur og nýbúinn!

Samt sitja þessir sömu menn sem fastast og láta sem ekkert sé.  Þeir eiga auðvitað að axla ábyrgð eins og aðrir og segja af sér.

Stjórnvöld að seðlabankanum meðtöldum voru eins og kálfar sem eru að standa í lappirnar í fyrsta sinn.  

Einkavæddu, slepptu "óreiðumönnum" ( orð seðlabankastjóra) í bankana okkar að höndla með sparifé landsmanna og sinntu svo ekki eftirlistskyldum sínum.  Þó mátti Davíð vita það allan tímann að þetta væru "óreiðumenn".  Lá samt á liði sínu þar sem fjármálaeftirlitið var gersamlega óvirkt.

Það er næsta víst að Sjálfstæðisflokkurinn þurrkist út í næstu kosningum. 

Eftir situr fólk nánast gjaldþrota meðan "óreiðumennirnir" hans Davíðs Oddssonar, í hans skjóli og Ríkisstjórnarinnar gegn um tíðina, spóka sig í útlöndum með peningana okkar í listisnekkjum. glæsivillum og öðru óhófi. 

Ástandið minnir dálítið á arfleifð Saddams Hussein ekki satt?  Var ekki ráðist inn í Írak til að "frelsa fólkið"? 

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er umdeildur en sennilega eini raunhæfi kosturinn fyrir Ísland, úr því sem komið er.  

Rússarnir virðast ekki hafa neinn áhuga eða getu lengur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir góðan pistil. Hjartanlega sammála.

Mér var sagt upp á dögunum í mínu starfi.., svo ég fæ verulega að kenna á þessum atburðum á eigin skinni.

Marta B Helgadóttir, 19.10.2008 kl. 13:34

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég samhryggist þér vegna þessa. Kannski er þetta vendipunktur til heinhvers sem er enn betra? Ég þekki konu sem vinnur í banka og er nokkuð hátt sett og hún hefur áhuga á að breyta til. Henni hefur ekki verið sagt upp en hún er búin að fá nóg. Langar að fara í eitthvað allt annað , umönnunarstörf eða eitthvað og segir að launin skipti þar engu. Hún vill vinna manneskjulega vinnu en ekki fyrir einhverja preláta sem gambla með aleigu fólks.

Vilborg Traustadóttir, 19.10.2008 kl. 15:20

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er sjónarmið hjá henni sem mér finnst virðingarvert. Það er ótrúlega skrýtið að upplifa þetta ferli alltsaman, er reyndar enn nokkuð óraunverulegt. Maður hálf vonast til að vakna af vondum draumi. 

Marta B Helgadóttir, 19.10.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband