fös. 17.10.2008
Faðmlag
Ég tók mig til og nýtti nýjan valkost á blog.is og sendi nokkrum bloggvinum faðmlag í gær. Þeim sem mér fannst ekki veita af því.
Faðmlögunum hefur rignt yfir mig til baka. Gamall skólabróðir hefur sent mér grunsamlega mörg, svo ég, byrjuð að roðna, fór að eyða eitthvað af öllum faðmlögunum frá honum út af stjórnborðinu.
Gerði það af mikilli ákveðni og viti menn. Faðmlag sent kom þá á línuna sem ég hafði verið að eyða.
Þannig að nú situr þessi skólabróðir minn við tölvuna hjá sér fullur grunsemda yfir faðmlagagleði minni.
Ætli Davíð viti af þessu?
Athugasemdir
Þú færð aldrei nóg af knúsi frá mér, Ippa mín. Hinsvegar er þetta faðmlagasystem á blogginu eitthvað sem er ekki hannað fyrir fólk eins og ég sem nær engu sambandi við tölvur. Ég hef engan skilning á því hvernig þær virka.
Þegar ég ætla að endurgjalda faðmlag í netheimum smelli ég á hlekk til þess. Ekkert gerist. Ég smell aftur. Ekkert gerist enn. Ég smelli þá mörgum sinnum eldsnöggt. Loks fékk ég staðfestingu á að skilaboð hafi verið send.
Knús!
Jens Guð, 17.10.2008 kl. 01:41
hehehehehehe!!! Ég fékk líka nokkuð mörg faðmlög frá þér elskuleg en aldrei of mikið af því góða, er það nokkuð hehehe!!! Góða helgi * og faðmur
G Antonia, 17.10.2008 kl. 12:19
Faðmur minn er opinn!!!
Knús á ykkur. Kannski erum við bara ekki "hönnuð" fyrir tölvur Jens, þó við séum kannski "hönnuð" fyrir faðmlög;-)
Fékk líka nokkur frá þér Guðbjörg en eins og þið segið...aldrei of mikið af því góða!
Vilborg Traustadóttir, 17.10.2008 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.