Dýfa víða

Það er dálítið súrrealískt að upplifa þessa tíma sem eru að ganga yfir.  Maður tekur einhvern vegin verðmætin og vegur þau og metur.  Setur veraldlegu verðmætin neðst í röðina en þau sem skipta mestu máli eru þau veðmæti sem eru hjartanu kærust.  Fjölskyldan, vinirnir, nágrannarnir og fólk yfirleitt eru það sem skiptir mestu máli.

Áhugamálin og það að hugsa um líkama og sál er einnig nokkuð sem ósjálfrátt verður mjög mikilvægt. 

Fyrirtæki sem blómstruðu fyrir stuttu berjast nú í bökkum, fólk er að missa vinnuna í auknum mæli og samdráttur virðist óumflýjanlegur.

Við erum neydd til að forgangsraða upp á nýtt.  Mörg okkar hafa misst mikið, sum nánast allt veraldlegt.

Þegar harðnar í ári verðum við að hugsa vel hvert um annað og viðra eignarrétt, það er nefnilega freistandi þegar allar bjargir virðast bannaðar að taka ófrjálsri hendi eitthvað sem okkur vanhagar um.

Tími samhjálpar og umhyggju er runninn upp. 


mbl.is Minna og grennra deCODE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband