Belgía 12 points, United Kingdom 0 point

Sannarlega mannleg viðbrögð og yfirveguð.  Ég vildi óska að fleiri væru þannig þenkjandi.  Það verður að láta hausinn snúa áfram núna og bjarga því sem bjargað verður.  Til þess að svo megi verða þarf umsvifalaust að setja fólk sem er traustsins vert í forystu æðstu stofnana landsins eins og Seðlabankans. 

Seðlabankinn virðist ekki hafa vald á þeim tækjum sem hann býr yfir.  Hagfræðingar ættu að taka hann yfir umsvifalaust.

Menn sem gera slík mistök sem Seðlabankinn hefur gert á undanförnum vikum og mánuðum eiga ekki að fá annað tækifæri.

Síðan má telja upp úr kjörkössunum hvernig þjóðinni líkaði viðbrögð ríkisstjórnarinnar.  Það kemur alltaf að því að menn verða að svara fyrir gerðir sínar.

Núna er aðalmálið að skapa starfsumhverfi sem þjóðin og ekki síður heimurinn getur treyst.   

Til að klóra í bakkann! 


mbl.is Belgar vilja tryggja rekstur Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband