Bankarnir gjalda fyrir pólitískan seðlabankastjóra?

Er þetta enn eintt púslið í spili seðlabankastjóra?  Ég hlakka sannarlega til að lesa þessa bók. Það er alveg hræðilegt til þess að hugsa að leitað var til seðlabankastjóra um neyðarlán og hann steypir þjóðinni 40 ár aftur í tímann með það sama?  Auðvitað er staðan slæm víða en við eigum að gera þá kröfu á menn sem skipaðir eru seðlabankastjórar að þeir hafi þekkingu á því sem þeir eiga að fást við.  Hafi lágmarks sjálfsstjórn og vit á að sæta lagi í erfiðum og viðkvæmum efnahagsþrengingum en böðlast ekki áfram eins og brjálaður maður.

Eigum við svo að treysta þessum sama manni til að leysa málin? 

Nú sitjum við eftir með sárt ennið, þúsundir manna missa vinnuna, höft komin á viðskiptalífið og þar með okkur öll.  Kannski var farið geyst af hálfu bankanna en var ekki að sama skapi farið of hægt af hálfu ríkisins?  Bankamenn og menn í viðskiptalífinu sögðu alltaf að  Ísland væri of lítið og nauðsynlegt væri að ganga í Evrópusambandið til að eignast það bakland sem nauðsynlegt væri.

Nú eru markaðir að stíga vegna þess að Evrópubandalagið hyggst vinna sig saman út úr þrengingunum.  Hvers vegna var seðlabankastjóri Íslands ekki með á nótunum hvað það varðaði að samhjálp myndi bjarga miklu.  Í dag myndu trúlega allir Íslensku bankarnir lifa af ef þeir hefðu fengið stuðning seðlabankans sem nota bene sótti ekki um erlent gjaldeyrislán þegar það var hægt fyrr á árinu.

Við erum að tala um tvær eða þrjár vikur! 

Þetta er dýrt námskeið fyrir okkur Íslendinga.

 

 

 


mbl.is Forsetabók afturkölluð úr prentsmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

.......og við gjöldum öll fyrir hvorutveggja þ.e. óábyrga bankastjóra og bankaráð og vanhæfa seðlabankastjórn..... og enn neitar fólk aðild að Evrópusamsarfi, það er gjörsamlega óskiljanlegt.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 14.10.2008 kl. 14:23

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Já...allt þetta mál er sárara og þyngra en tárum taki.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 14.10.2008 kl. 15:51

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já og þegar Breska heimsveldið lét kné fylgja kviði þá fór Kaupþing líka. Þvílíkt hneyksli fyrir Gordon Bröown og við bara bíðum róleg og þökkum fyrir harða mola sem Bretar henda í okkur með þjósti. Darling er sko ekki darling to us!!!!!"#$&!"#

Vilborg Traustadóttir, 14.10.2008 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband