Illa ígrundað hjá Brown

Eftirfarandi grein er í morgunblaðinu í dag á bls 9.  

"Hneykslanleg mistök gerð" 

Richard Portes, prófessor við London Business School og einn höfunda skýrslu Viðskiptarás í fyrra um íslenskt efnahagslíf fjallar um hrun íslensku bankanna á vefsíðunni FT.com í gær.  Portrs telur að "hneykslanleg mistök! hafi verið gerð í því hvernig tekið var á málum þegar erfiðleikar knúðu dyra.Hann  gagnrýnir m.a. Davíð Oddsson seðlabankastjóra fyrir hvernig hann tók á málum Glitnis. Portes telur að ákvörðun seðlabankastjórans hafi endurspeglað pólitík, tæknilega vanhæfni og vanþekkingu á mörkuðum.  Auk þess hafi yfirlýsingar hans í kjölfarið aukið mjög á óróleikann.  Portes rekur síðan hvernig seig á ógæfuhliðina hjá íslenska bankakerfinu með lækkun lánshæfimats ríkisins, lokun lánalína og öru gengisfalli íslensku krónunnar.

Portes segir að orð Davíðs s.l. þriðjudag {í Kastljósi} hafi verið pólitík til heimabrúks.  Illa ígrunduð viðbrögð Breta hafi verið af sama meiði,  Hann telur að ýmsan lærdóm megi draga af málinu.  M.a. að stjórnmálamenn ættu ekki að verða seðlabankastjórar og telur Portes að Davíð ætti þegar að segja af sér.

Portes segir að þótt Íslendingar þurfi að búa við þrengri kost um hríð þá muni Ísland rétta úr kútum."

--- 

Þegar svona ósköp dynja yfir skiptir miklu máli að halda ró sinni og hrapa ekki að neinu.  Gordon Brown datt í þá gryfju að reyna að dreifa athygli Breta frá eigin vandræðum heima með því að ráðast inn í Kaupþing ytra.  Það er skammgóður vermir hjá honum.  

Kannski hefur hann geymt þeim tekjum sem fyrirtækið skilaði Bretum og þeim störfum sem það skapaði löndum hans.

Málsháttur sem ég hef haldið mest upp á gegn um tíðina á vel við í þessu tilfelli.

"Enginn verður hvítari þótt annan sverti"! 

Íslenska ríkið á ekki annars úrkosta en að fara í mál við Bresk stjórnvöld.  Bæði vegna þessa og þeirra hryðjuverkalaga sem þeir beittu á Landsbankann.  

Þótt Bretar hafi ekki orðið hvítari við þetta þá tókst þeim að sverta Ísland.


mbl.is Ríkið íhugar að fara í mál vegna Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stríðglæpadómstóll?

Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2008 kl. 12:20

2 Smámynd: G Antonia

góður málsháttur sem ég ætla að fá að stela!!!     heyr heyr með annað!

G Antonia, 13.10.2008 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband