sun. 12.10.2008
Sigurpáll
Við keyptum þennan bát í félagi við vinahjón. Kallarnir fengu Gunna Júll frá Siglufirði til að draga hann frá Húsavík til Siglufjarðar þar sem við munum gera við bátinn.
Báturinn brann á Skjálfandaflóa en mannbjörg varð.
Það vill svo til að Geir sem er verkfræðingur gekk um sænska eikarskóga með skipaverkfræðingnum Brynjari Skaptasyni og vottaði eikurnar í þessa báta sem voru smíðaðir í Skipasmíðastöðinni Vör á Akureyri.
Þarna er hann húslaus en húsið var ónýtt eftir brunann og var tekið af á Siglufirði. Við munum fljótlega renna norður aftur og kallarnir munu þrífa bátinn og taka vélina til yfirhalningar.
Athugasemdir
Til hamingju með Sigurpál. Ég frétti af þér á Sigló, þau voru heldur betur sátt við heimsóknina Laugarvegsliðið .
Herdís Sigurjónsdóttir, 12.10.2008 kl. 22:04
Það skemmir ekki fyrir Sigurpáli, á þessum síðustu og verstu, að honum fylgir kúfiskkvóti!
Alltaf gaman að koma á Laugaveginn. Svo var íka gaman að kíkka á kellurnar í Gallerí Sigló!
Sigurpáll verður víst Vilborg ;-)
Vilborg Traustadóttir, 13.10.2008 kl. 00:54
Til hamingju með bátinn... kvitt og kveðja til þín Vilborg mín **
G Antonia, 13.10.2008 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.