Norður á morgun

Við skreppum norður á Sigló á morgun. Mamma og pabbi eru að fara í sláturtíðina og ég og önnur kona, hún Sigga, að vitja manna okkar sem voru að sækja bát til Húsavíkur. 

Sá heitir Sigurfari og brann á Skjálfandaflóa nýlega. Við keyptum hann í félagi og kallarnir létu draga hann til Siglufjarðar þar sem hann verður lagfærður í vetur.  

Við eigum því eftir að skreppa norður oftar í vetur og það er bara gaman að hugsa til þess.  

Komum sennilega aftur suður á föstudag eða laugardag.  

Mímí, kisan okkar verður hjá barnabörnunum.  

Það er gott að skapa sér markmið þegar erfiðleikar steðja að og hvet ég alla sem þetta lesa að sinna áhugamálum sínum af æðruleysi hvað sem á dynur.

Verið hughraust kæru vinir, öll él birtir upp um síðir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband