Ólimpíu-ofbeldið

Ég horfði á heimildaþátt um það hvernig farið er að því í Kína (örugglega víðar) að ala upp börn til að verða afreksfólk í fimleikum.  Þetta var hræðilegur þáttur þar sem sagði frá því hvernig börn eru sett í þjálfunarbúðir eins og hermenn, fjarri ástvinum sínum algerlega ofurseld draumum foreldra sinna og ættingja um gullmedalíu á Ólimpíuleikum.

Börnin eru þriggja til fimm ára þegar þau eru sett í æfingabúðirnar og margir Kínverjar líta svo á að börn sem alast upp hjá fjölskyldum sínum verði ofdekruð!

Fimm ára drengur sem sýndur var í myndinni grét svo sárt og átti svo erfitt þegar faðir hans yfirgaf hann í búðunum án þess að kveðja hann.

Stúlka sem var orðin líklega sjö ára og ákveðin í að "standa sig" beygði af þegar manna hennar kvaddi hana og hljóp til mömmu sinnar aftur og bað um að fá að koma heim en mamman rak hana með harðri hendi til baka. 

Þetta er ofbeldi af verstu gerð og allir eru með glýju í augunum yfir afreksfólkinu sínu.

Ég er hætt að horfa á Ólimpíuleikana, tek ekki þátt í dýrkun á svona löguðu. Þetta er of dýrkeypt.

--

I was watching TV tonight.  There was a program about how Chineese people (and defenetelly others) make their children go to a training to get the gold medalia in Oyimpics later in their lives. The children are send to a training camps far away from their families at the age of three to five.  Ther they stay for the next years.  I cryed over the program and I will not whatch the Olympics any more.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég heyrði einmitt í pabba gamla í kvöld og var hann að segja mér frá þessari mynd, ekki leist honum nú vel á elsku kallinum. En svona er þetta því miður víða, illt að eiga enga æsku.  Good Night

Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband