lau. 9.8.2008
Clapton og kleinurnar!
Við fórum á tónleikana með Eric Clapton við Sigríður Hrönn í gærkvöldi. Þvílík upplifun. Þvílík stemning. Fyrst reyndum við að kría út sæti á A svæðinu eins og var á tónleikum Roger Wathers en því var ekki að heilsa nú. Einn öryggisvörðurinn sem hældi sér af því að halda starfinu með því að reka okkur úr stigunum sagði það vegna þess hve miklu færri voru á tónleikunum hjá Wathers. Þessi fjöldi hjá Clapton byði ekki upp á sér stúku fyrir fatlaða. Gott og vel, það voru 15.000 manns hjá Roger Wathers. Veit ekki hvað voru margir í gær en það var eitthvað færra trúi ég (13.000?). Hvað um það góð gæsla er gulli betri og eins gott að hafa flóttaleiðina klára. En eins og þetta var hjá Wathers þá var fyllt upp svæði milli neyðarútganga og þar voru afgirt sæti. Því var engin hætta sem stafaði af þeim.
Hvað um það við ákváðum að ryðja okkur leið upp að sviði og freista þess að ná taki á skilrúminu milli áhorfenda og sviðs. Það tókst! Við sáum eyðu í veggnum við sviðið en þegar nær dró sáum við ástæðuna. "Vanir menn" höfðu sest þar að til að skapa rými fyrir sig og sína. Þegar við útskýrðum "fötlun" mína var auðfengið að fá að lauma hendi á skilrúmið. Þegar ég svo dró upp heimabökuðu kleinurnar mínar og útbýtti til nærstaddra voru okkur allir vegir færir og ég fékk gott stæði við skilrúmið. Ester frænka hefði orðið hreykin af mér en hennar aðalsmerki voru hennar góðu kleinur (en ég bakaði eftir hennar uppskrift, með mínum tilbriðgðum spelt og minni sykus). Hennar aðalsmerki var líka gjafmildi. Ég er ekki viss um að hennar aðalsmerki hafi verið að reyna að "múta" sér goodwill með kleinum en það er önnur saga. Þetta gerði það alla vegana að verkum að ég gat haldið út að standa alla tónleikana. Ég varð svo fegin að hafa ekki fengið sæti til hliðar fyrst við hittum á svona alennilegt fólk þarna fremst. Takk fyrir mig.
Hljómsveitin var mögnuð og Clapton stóð undir væntingum, vægast sagt. Það skemmdi ekki fyrir að vera í augnsambandi við hann og hljómsveitina allan tímann.
Aftur, takk fyrir. Takk Sigríður Hrönn fyrir að bjóða mér með.
Við enduðum svo tónleikana með að kaupa okkur ævisögu Erics Claptons og nýjasta diskinn hans.
---
I was invited to Erics Claptons consert in Reykjavík. I had to by myself the best place with Icelandic kleinur. After I offered everyone the kleinur I was happy to stand in front of everybody in eye contact with Eric Clapton which had been great if he had opened his eyes for once!
Athugasemdir
Þakka þér fyrir síðast Ippa. Eigi fékk ég kleinu hjá þér en ég og dætur mínar tvær ásamt syni hleyptum ykkur framfyrir okkur til að þú kæmist að grindverkinu. Frekar fannst mér vanta uppá kurteysi tóleika~sýslumannsins og hanns kumpána.
Runólfur Jónatan Hauksson, 9.8.2008 kl. 20:50
Kleynur og Clapton, hljómar vel. Gott að þú naust þín. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 9.8.2008 kl. 22:07
Sæl og takk sömuleiðis fyrir samveruna á tónleikunum. Tek undir þakkir þínar til þeirra sem voru næst okkur og hleyptu okkur fram fyrir svo þú gætir stutt þig við handriðið og þess vegna verið allan tímann á tónleikunum þrátt fyrir "fötlun". Runólfur ég þakka þér og börnum þínum kærlega fyrir, stúlkurnar sem ég kunni mjög vel við og voru indælar hafa þá trúlega verið dætur þínar og þær bentu mér á bróður sinn og pabba aftan við mig. Vilborg tekur örugglega heilshugar undir með mér en hún er núna stödd í Djúpuvík á Ströndum í burtu frá öllu tölvusambandi. Ég held að þetta fólk sem byrjaði að jagast fyrst í stúlkunum þínum og svo í mér hafi ekki verið með sýslumanninum, skondið með konuna en hún hringdi í son sinn og sagði honum að troða sér fram til þeirra hjóna en hann mætti ekki á svæðið fyrr en Ellen var að ljúka upphitun, sumir gera aðrar kröfur til sín og sinna. Annars er best að leyfa svona fólki bara að vera í friði með sitt ergelsi, við vorum mættar þarna með góða skapið og að njóta góðra tónleika og það gekk sko allt eftir, þökk sé ykkur og öðru frábæru fólki.
Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 10.8.2008 kl. 16:33
gott að heyra að þú skemmtir þér vel þrátt fyrir mismikla tillitssemi starfsfólks...Næsti elsti minn og pabbi strákanna fóru og þurfti minn xx hjólastól skildist mér (hann er fótbrotinn) ... Ekki hef ég heyrt meira um tónleikana frá feðgunum nema að þeir voru góðir... En kanski að þú farir fram á að fá hjólastól næst þegar þú ferð á tónleika?
Agný, 11.8.2008 kl. 15:09
Komin í samband!
Takk Ronni, já mér fannst ég kannast við einhvern mann þarna sem var hinn liðlegasti. Stelpurnar voru æðislegar og ég reyndi að borga fyrir mig en átti því miður ekki kleinur á alla línuna. Ég verð bara að bjóða ykkur í kleinur þegar þið eruð á ferðinni næst!! Hjónin og dæturnar. Þú varst líka á sjó með syni mínum er það ekki?
Heimurinn er lítill.
Sigríður Hrönn það er alveg satt "sumir" eru alltaf "í rétti"! Ég reyndi að leiða hjá mér dónalegar athugasemdir umræddrar konu um fatlaða og vissi ekki að á sama tíma var hún að hringja í son sinn til að troða honum fremst fyrr en þú sagðir mér það, svo var hún alltaf að troðast nær mér og á mig en ég lét sem ég tæki ekki eftir því. Hún lenti svo alveg á bak við sýningarmanninn blessunin en við vorum í augnsambandi við hljómsveitina. Þökk sé góðu fólki, ég reyndi að launa fyrir mig með því að skapa smugu með því að klessa mér ekki alveg upp að veggnum svo þú og stelpurnar sæjuð betur.
Ég fór í hjólastól á Kim Larsen og mátti hafa hann hjá mér fremst við sviðið. Það hefði ekki mátt þarna. Það er kapítuli út af fyrir siug hvernig sumir koma fram við fatlaða og eru "góðir við greyin" þegar það hentar þeim en finnst svo tóm frekja ef fatlaðir vilja njóta mannréttinda eins og að sjá viðburði sem þeir kaupa sig inn á nákvæmlega eins og aðrir. Einu sætin sem í boði voru, voru á B svæði en sú sem bauð mér keypti mkiða á A svæði og því fannst mér óhugsandi að ég færi að gengislækka það með því að flytja okkur yfir á B svæði.
Góðir tónleikagestir björguðu því sem bjargað varð og allir voru sáttir. A.m.k. flestir.:-)
Vilborg Traustadóttir, 16.8.2008 kl. 17:22
Ég á svoooooo góðann kall
Svanhildur Karlsdóttir, 16.8.2008 kl. 20:28
Vilborg,, þetta voru fínir tónleikar þó svo ég fengi ungva kleinu. Já ég hef aðeins verið á sjá með syni þínum, en næst elsti sonur minn hann Jón Ágúst hefur verið töluvert mikið með Geir á Áskel áður en hann var seldur......
Runólfur Jónatan Hauksson, 17.8.2008 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.