Hroki

Ég upplifi brottvísun þessa manns sem hroka.  Valdhroka af verstu gerð.

Málið er ekki tekið fyrir, maðurinn hefur unnið fyrir ABC hjálparstarf hér á landi og stjórnvöld horfa ekki til fjölskyldu hans og þess að hann á nýfætt barn hér á landi. Hver er réttur þess einstaklings?

Íslensk lög kveða á um að börn eigi rétt á að umgangast báða foreldra sína.

Ég vona að mál Pauls Ramses fái farsælan endi en íslensk stjórnvöld eru sannarlega ekki þátttakendur í því að svo verði.

 Af visir.is

"Rúmlega 12 hundruð manns hafa sett nafn sitt á undirskriftarlista sem stofnaður hefur verið til stuðnings Keníamannsins Paul Ramses sem vísað var úr landi í fyrradag. 

Paul Ramses er nú staddur í Róm á Ítalíu þar sem hann dvelur á gistiheimili fyrir flóttamenn. Mál hans verður tekið fyrir hjá lögregluyfirvöldum snemma í fyrramálið en búist er við að hann dvelji á Ítalíu næstu þrjár vikur. 

Hátt í hundrað manns mættu fyrir utan dómsmálaráðuneytið síðastliðinn föstudag til að mótmæla því að Útlendingastofnun fjallaði ekki um mál hans. Þá mættu fjörutíu manns fyrir utan ráðuneytið í gær."

--

I belive Icelandic Goverment is on a wrong way.  It is arrogant to don´t listen to people that has worked here for ABC and send this man to Italy.  Paul Ramses has a woman and child in Iceland.

I ask where is the childs right to have both parents with him as say´s in Icelandic laws?

I hope for happy end for this man but the Icelandic Goverment is not helping at all. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst allt of fáir hafa skrifað undir, en að eru margir í fríi. 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.7.2008 kl. 16:47

2 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

það er skömm að hann fái ekki mál sín skoðuð og síðan hæli.  Er nokkuð undirskriftir á netinu og hver er þá slóðin.'''

Guðrún Indriðadóttir, 6.7.2008 kl. 17:37

3 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Er alveg sammála þessari færslu og spyr eins og Guðrún: Hver er slóðin ?

Svanhildur Karlsdóttir, 6.7.2008 kl. 19:22

4 Smámynd: Sigríður Hrönn Elíasdóttir

Ég held að það sé engin slóð. Fólk mætir framan við Dóms- og kirkjumálaráðuneytið kl. 12 á hádegi daglega og mótmælir í eina klst. held ég og skrifar þar undir á pappír.

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 7.7.2008 kl. 21:35

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

http://www.thepetitionsite.com/1/PaulRamses

Rakst á þessa slóð og skrifaði undir í leiðinni. Copy og paste.

Vilborg Traustadóttir, 7.7.2008 kl. 21:58

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mér finnst vanta sannanir fyrir því sem maðurinn heldur fram.  

Marta B Helgadóttir, 8.7.2008 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband