Frábært framtak

Þetta er skemmtilegt framtak og gaman að brydda upp á þvi að hafa skákmót í Djúpuvík.  Gamla síldarbræðslan gengur í endurnýjun lífdaga um stund.

Það lífgar upp á tilveruna að halda svona mót og er fallegt af keppendum eins og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur og fleirum að gefa til söfnunar til styrktar Guðmundi á Finnbogastöðum sem missti allt sitt í bruna nýlega. Guðfríður Lilja gaf allt verðlaunafé  sitt til söfnunarinnar en hún var efst kvenna á mótinu.

Helgi Ólafsson vann mótið eins og kemur fram í fréttinni og óska ég honum til hamingju með það.  

Ég vona að hann og fjölskylda hans hafi það reglulega notalegt á Ströndum norður í húsinu okkar á holtinu.

Þannig að ég fagna í raun sigri í kvöld þó "liðið mitt" í EM, Hollendingar hafi tapað fyrir Rússum þá vann "liðið mitt" á Djúpuvík!  Cool

Held ég haldi með Tyrkjum í EM úr því sem komið er. 

--

Helgi Ólafsson won a Chess-compitition that was held in an old herring factory in Djúpuvík.

Congratulations to Helgi but he is staying in our house  in Djúpuvík with his family.

So though "my team" in EM Holland has lost against Russia I can be happy since "my team" in Djúpuvík has won! 

I stand by Turkey in EM from now on. 


mbl.is Helgi Ólafsson sigraði í Djúpavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já frábært framtak sammála því og ég vildi sko alveg sitja úti og horfa á fossinn  þinn í Djúpuvík ... en ég sé hann vonandi seinna í sumar.

Herdís Sigurjónsdóttir, 22.6.2008 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband