Evrópumótið í fótbolta

Ég er alveg gersamlega forfallin í að fylgjast með Evrópumótinu í fótbolta.  Það er svo gaman að þessu að ég er alveg undrandi á sjálfri mér.  Ég hef smám saman og með árunum verið að gerast æ meiri "fótboltabulla" fyrir framan sjónvarpið.  Þetta gekk svo langt að ég fór á HM í Bandaríkjunum árið 1994 með fríðu föruneyti.

Nú finnst mér bara gaman að flatmaga í sófanum og njóta þess að fylgjast með.

Mér finnst dálítið merkilegt að hlusta á þá sem lýsa leikjunum og það er stundum hægt að heyra í gegn hverjum þeir virðast halda með. 

Aðalatriðið er þó að horfa á góðan fótbolta og það verður spennandi  að sjá hverjir verða Evrópumeistarar að þessu sinni.

Hollendingar eru ansi sprækir núna!   

---

I just love to watch the Euro-football now.  It will be exciting to see who wins this time.

Maybe Holland? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G Antonia

Ég sé að þú ert með bloggið á fleiri tungumálum - eru pólverjarnir að fylgjast með "sinni"... Gengur ekki allt vel, og þið skvísur nýjar að innan og utan *

Kvitt og kveðja til þín Vilborg

G Antonia, 16.6.2008 kl. 01:29

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég er svo "international" Guðbjörg.

Við erum voða hressar eftir ferðina.

Bestu kveðjur til þín til baka.

Vilborg Traustadóttir, 16.6.2008 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband