lau. 7.6.2008
Loksins, loksins
Loksins hefur Vilhjálmur tekið þessa ákvörðun og það er vel. Hann hefur ígrundað stöðuna og tekið sér, að sumra mati, allt of langan tíma í þetta.
Mín skoðun er sú að hann hefði átt að hætta strax þegar Björn Ingi hljóp í fangið á minnihlutanum.
Það var trúnaðarbrestur sem hann átti að varpa af fullum þunga yfir á Björn Inga.
Það er líka umhugsunarefni að "Tjarnarkvartettinn" svokallaði, hafi ekki gert sér grein fyrir veikleika þess samstarfs og lagt það á borgarbúa að umbylta öllu fyrir 100 daga.
Hvað um það Hanna Birna er skelegg kona og vel að þessu komin.
Hún mun standa sig í stykkinu!
Hanna Birna verður borgarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:37 | Facebook
Athugasemdir
Ég er reyndar ekki sammála því að Hanna Birna eða aðrir borgarfulltrúar séu rúin trausti. Eftir að Vilhjálmur lokins tók þessa ákvörðun held ég að leiðin liggi bara upp á við. Segi samt eins og einn viðmælandi í sjónvarpinu í gær hafði sagt þegar öll lætin voru í vetur "hann er samt alveg ágætis kall". Hann átti að mínu áliti að segja af sér í ljósi aðstæðna og þess sem hann gerði löngu fyrr.
Hitt er það að ég Strandamaðurinn er ekki lengur í hringiðu þessara mála í borginni þar sem ég bý á Djúpuvík á Ströndum. Valið hjá mér mun snúast um menn í þeim fámenna hreppi Árneshreppi í næstu kosningum.
Ég hlakka mikið til að mæta á kjörstað þar!
Vilborg Traustadóttir, 8.6.2008 kl. 10:48
Já kona góð. Núna ert þú líka í kjöri og eftir næstu kosningar gætir þú verið orðin sveitarstjórnarmaður því í þessum fámenna hreppi hafa allir verið í kjöri og engir listar lagðir fram, svokallaðar persónukosningar. Ég er nokkuð viss um að þú færir létt með það. Ég skal vera kosningastjóri fyrir þig ef þú vilt.
Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 8.6.2008 kl. 19:35
Ég er greinilega ekki "rúin trausti", takk fyrir það! ;-)
Vilborg Traustadóttir, 8.6.2008 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.