Það má kallast þjóðlegasti siður....

Green-Cat-c1956-Print-C10115850

....þetta að pota útsæðinu niður.  Úti í garði, undir morgunsól.  Settum niður haug af kartöflum í morgun.  Rófur og hvítkál, í gær.  Einnig settum við rauðrófur, spergilkál og blómkál niður í morgun.

 Það er dásamlegt að vera undir berum himni að göslast í moldinni.  Ekki skemmir fyrir að vera í skemmtilegum félagsskap barna og barnabarna.  

Gömlu brýnin þau mamma og pabbi láta sig heldur ekki vanta í geimið og er virkilega gaman að eiga sameiginlegar stundir í garðræktinni.

Pabbi fór í landnám og lagði undir sig kartöflugarð í "einskis manns landi".  Allt í sátt og samlyndi og með fullu leyfi "valdhafa".

Svo verður auðvitað uppskeruhátíð í haust þegar afrakstur sumarsins verður tekinn upp.

Það er allt vænt sem vel er grænt m.a.s. kötturinn okkar hún Mímí étur grænmeti! 

 ---

We went to plant some greens today and yesterday.  The family is gathering in the garden and we are wery happy to spend this extra time together.

Even our cat Mímí eat´s the greens. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er alltaf svo góð lykt af moldinni þegar maður er að setja niður, hefur reyndar ekki gert það i mörg mörg ár, en gleymi aldrei lyktinni.  Góða helgi.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.6.2008 kl. 19:41

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

hæ skvís "úti í garði undir morgunsól"

Herdís Sigurjónsdóttir, 6.6.2008 kl. 19:52

3 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Dugnaður í ykkur, alltaf gaman þegar fjölskyldan vinnur saman

Svanhildur Karlsdóttir, 6.6.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband