Flugvöllinn kjurran

Hvað er í gangi?

Var ekki þessi borgarstjórn búin að ýta öllum áformum um frekari uppbyggingu í Vatnsmýrinni út af borðinu?

Á að valta yfir Ólaf F. Magnússon í þessu máli?

Ég verð að segja það (svona í "forbyfarten") eins og það er að ég skil ekki alveg "mína menn" í borginni stundum.

Gísli Marteinn og Hanna Birna tjá sig til skiptis og greinilegt að Gisli Marteinn vill gjarnan vera oddviti flokksins í borginni meðan oddvitinn þegir þunnu hljóði.

Ef Vilhjálmur dregur sig í hlé þá á auðvitað annar maður af listanum að taka við.

Jafnvel þó hann sé kona kæru sjálfstæðismenn!!


mbl.is Borgarstjóri gagnrýnir vinningstillöguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já að sjálfsögðu á Hanna Birna að taka við, þar að auki ekki mikið að marka hann Gísla Matein oft og mikið bullið í honum stundum.

En ég er sammála honum Ólafi, flugvöllurinn á ekki að fara neitt og það er algjört rugl hjá fólki að detta það í hug að ætla sér að færa hann eitthvað annað. Borgar yfirvöld hafa heldur ekkert með það að segja, því hann er eign landsins og helst nýttur fyrir landsbyggðina og ættinga fólksins sem þar býr!

Haraldur (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 03:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband