Ísland vantar leiðtoga

Ég fylgdist í forundran með mótmælum vörubílstjóra og fólksins af ráðhúspöllunum 24. janúar s.l., í beinni í dag. Maður er dálítið fljótur að detta inn í hasarinn og svona uppákoma minnir mann á hve stutt er í stríðseðlið í okkur.

Mér fannst yfirgengilega heimskulegt og dónalegt af vörubílstjórum að mótmæla við Bessastaði þar sem Mahmud Abbas var staddur. Þeir eru að mótmæla reglugerðum og háu olíuverði þar sem maður sem er að berjast fyrir tilveru sinnar þjóðar er í heimsókn!

Keyrði svo um þverbak í dag.  Allt fór úr böndunum!  ALLT!

Eftir situr að Ísland vantar sárlega leiðtoga.  Það dugir skammt að læðast með veggjum og láta sig hverfa í stað þess að taka af skarið.  Ætla að þegja þetta í hel!

Hvers vegna ekki að segja eins og er?  Heimsmarkaðsverð á olíu er að hækka og mun eflaust halda áfram að hækka og því getur lausnin ekki legið í aðgerðum ríkisstjórnarnnar í að lækka olíuverðið. Lausnin hljóti því að liggja í sparneytnari farartækjum.  Það og margt annað verði að skoða og halda áfram að leita lausna sem allir geti vel við unað.

Hvers vegna ekki að koma fram og segjast allur af vilja gerður til að leysa mál varðandi reglugerðir?

Þetta eru jú bara reglugerðir og eru mannanna verk, því ætti að vera hægt að finna lausn á því.  

Sum mál leysast af sjálfu sér en fráleitt öll. 

Það hljómar vægast sagt illa að heyra forsætisráðherra argast út í eina stétt, jafnvel þó hún fari fram með offorsi.  

Hvers vegna ekki að taka slaginn Geir Haarde?

Það hefði Jón Baldvin gert, já og Davíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband